Búðu til Europass ferilskrá

Með Europass ferilskráarsmiðnum er leikur einn að búa til ferilskrá á netinu. Þú getur notað hana til að sækja um starf, menntunartækifæri eða til að bjóða þig fram í sjálfboðavinnu.

Þekktasta ferilskráarsniðið í Evrópu

Europass ferilskráin er eitt útbreiddasta ferilskráarsniðið í Evrópu. Það er einfalt í notkun og vel þekkt meðal atvinnurekenda og menntastofnana.

Fyrst þarftu að búa til Europass prófíl með upplýsingum um menntun þína, starfsreynslu, færni og kunnáttu. Þegar Europass prófíllinn þinn er klár geturðu búið til eins margar ferilskrár og þú vilt með aðeins örfáum smellum. Þú þarft ekki annað en velja hvaða upplýsingar þú vilt hafa með, sigta út uppáhalds útlitshönnunina og Europass sér um restina. 

Þú getur búið til, geymt og deilt ferilskrám á 31 tungumálum. Þú getur hlaðið niður Europass ferilskránni, geymt hana í Europass skjalasafninu þínu og deilt henni með vinnuveitendum, EURES eða öðrum atvinnumiðlunum.

Svona býrðu til góða ferilskrá

Mundu að ferilskráin er fyrsta tækifæri þitt til að sýna hugsanlegum vinnuveitanda fram á hvað þú kannt og hvaða reynslu þú hefur. Það er skyndimynd af þér, kunnáttu þinni og hæfileikum, menntabakgrunni, starfsreynslu og öðru sem þú hefur gert.

Búðu til Europass prófíl

Europass prófíllinn er réttur staður til að halda skrá yfir alla kunnáttu þína, menntun, hæfi og reynslu. Ef þú gætir þess að uppfæra Europass prófílinn reglulega hefurðu ávallt til reiðu allar upplýsingar sem þú þarft til að snara fram sérsniðnum ferilskrám og starfsumsóknum.

Gangi þér vel með umsóknirnar!