You are here

Orðalisti

A | B | E | F | G | H | I | K | L | M | N | Ó | R | S | Ú | V | Þ
 • a námsskipulag

  Skilgreiningu: 

  Samstæðar námsbrautir í boði skóla og/eða verknámsvinnustaða sem greiða götu einstaklingsins innan eða á milli starfsgreina.

  Heimild: 
  Cedefop, 2008.
 • aðgangur að menntun og þjálfun

  Skilgreiningu: 

  Skilyrði, aðstæður og kröfur (t.d. réttindi, námsstig, færni, reynsla, o.s.frv.) sem ráða því hverjir geta tekið þátt í menntun eða þjálfun, í menntastofnun eða sérstökum menntaverkefnum.

  Heimild: 
  aðlagað frá Unesco, 1995.
 • aðilar vinnumarkaðarins

  Skilgreiningu: 

  Samtök atvinnurekenda og verkalýðsfélög mynda hinar tvær hliðar félagslegrar samræðu.

  Athugasemd: 
  • hugmyndin um aðila vinnumarkaðarins á uppruna sinn í Frakklandi og Þýskalandi og var seinna tekið upp innan ESB;
  • þrískipt félagsleg samræða tekur einnig til opinberra yfirvalda og/eða fulltrúa hins borgaralegs samfélag og stofnana annarra en ríkisstofnana, o.s.frv.
  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
 • aðlögunarhæfni

  Skilgreiningu: 

  Geta stofnunar eða einstaklings til að aðlagast nýrri tækni, nýjum markaðsskilyrðum og nýju vinnumynstri.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.