You are here

A hvaða Europass skjölum þarf ég að halda?

Europass er safn fimm skjala:

Tvö skjöl eru opin öllum og hver sem er getur fyllt þau út:

  • Ferilskráin er gagnleg við að sýna fram á hæfni og námsgráður á skýran og auðskiljanlegan hátt. Hægt er að búa til ferilskrá á netinu og nota sér leiðbeiningar eða hlaða niður sniðmátinu, dæmum og leiðbeiningum. Frekari upplýsingar.
  • Tungumálapassinn er verkfæri til sjálfsmats fyrir tungumálahæfni og námsgráður. Hægt er að búa til tungumálapassa á netinu og nota sér leiðbeiningar eða hlaða niður sniðmátinu, dæmum og leiðbeiningum. Frekari upplýsingar.

Þú þarft ekki frekari upplýsingar við að búa til ferilskrá eða tungumálapassa.

Þrjú skjöl eru gefin út af menntastofnunum:

  • Europass starfsmenntavegabréfið er skráning á þeirri kunnáttu og hæfni sem viðkomandi hefur aflað sér í öðru Evrópulandi. Frekari upplýsingar.
  • Mat og viðurkenning á starfsmenntun lýsir þekkingu og hæfni sem handhafinn hefur aflað sér í starfsmenntun. Frekari upplýsingar .
  • Viðauki með prófskírteini er lýsing á þeirri kunnáttu og hæfni sem handhafinn hefur aflað sér við háskólanám. Frekari upplýsingar.

Finnurðu ekki það sem þú leitar að?

Svör við 95% spurninga er að finna í leitarvélinni hér að neðan.