You are here

Saga Europass

​Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Cedefop stofnuðu árið 1998 evrópskan samstarfshóp um gagnsæi starfsréttinda (the European forum on transparency of vocational qualifications). Hópnum er ætlað að tengja saman aðila atvinnulífsins og þá ráðamenn sem skipuleggja menntun á þjálfun í hverju landi þannig að öll starfsréttindi verði gagnsæ.Verkefni hópsins voru:

 • að eyða þeim hindrunum sem stafa af ógagnsæi starfsréttinda,
 • að auka umræðu um nýjungar, tól, tæki og stofnanir,
 • að hvetja alla til þess að nota þær pólitísku lausnir sem til eru,
 • að skoða nýjar lausnir.

Vinna hópsins leiddi til þess að búin voru til:

 • tvö skjöl (Evrópsk ferilskrá og mat og viðurkenning á starfsréttindum),
 • net landstengla varðandi starfsréttindi (NRPs).

Europass inniheldur þrjú skjöld til viðbótar. Þau voru búin til á Evrópuvettvangi seint á tíunda áratug síðustu aldar:

 • Skírteinisviðaukinn var búinn til í samvinnu framkvæmdastjórnar ESB, Evrópuráðsins og Unesco. Hann er fyrir háskóla í og utan Evrópu og er ætlað að gefa ítarlegri upplýsingar um þær prófgráður sem skólarnir veita. Í Bologna yfirlýsingunni og í meðmælum Evrópuþingsins og Evrópuráðsins um frjálst flæði vinnuafls, svo dæmi séu tekin, er mælt með því að þessi skjöl séu notuð vegna námsmanna, fólks í starfsþjálfun, sjálfboðaliða, kennara og annarra þjálfara (OJ L 215 of 9.8.2001). Notkun skírteinisviðaukans hefur aukist meðal æðri menntastofnana og samþykkt hefur verið í ríkjum Evrópu að nota hann sem mest (sjá Berlínaryfirlýsingu ráðherra). Form og útlit skírteinisviðaukans tengjast ECTS einingakerfinu.
 • Europass tungumálapassinn, sem einnig er að finnaá þessum vef, er hluti evrópsku tungumálamöppunnar, sem hönnuð var af Evrópuráðinu. Í hann getur hver sem er skráð tungumálahæfni sína á grundvelli sameiginlegs evrópsks tungumálaramma.
 • Europass starfsmenntavegabréfið, sem finna má á þessum vef, er framhald hinnar svokölluðu Europass þjálfunar (Europass Training) sem stofnað var til með ákvörðun Framkvæmdastjórnar ESB (1999/51/EC) og var tekin í gagnið árið 2000. Europass Training var skjal sem í var skráð sú menntun og þjálfun sem eigandinn aflaði sér á erlendri grund og var hluti af starfsnámi. Yfir 100.000 slík skjöl voru notuð á árunum 2000-2004. Rammi starfsmenntavegabréfsins er víðari, í það er einnig hægt að skrá aðra menntun, t.d. háskólanám sem stundaðer utanlands.

Árið 2002, tók sérstakur vinnuhópur yfir hlutverk hins evrópska samstarfshóps um gagnsæi starfsréttinda. Hlutverk þessa hóps var skilgreint þannig í Kaupmannahafnaryfirlýsingunni:„að auka gagnsæi í starfsmenntun og -þjálfun með því að innleiða og nota upplýsingatækni og netkerfi. Í þessu felst að nota þau skjöl sem til eru, svo sem evrópsku ferilskrána, skírteinisviðaukann, mat og viðurkenningu starfsréttinda og evrópska tungumálarammann.“

Til þess að vinna þetta mikla verk bjó hópurinn til frumgerð vefsíðu með ramma utan um öll þessiskjöl.

Árið 2003, undirbjó framkvæmdastjórn ESB tillögu til ákvörðunar Evrópuþingsins og Evrópuráðsins, eftir að hafa ráðfært sig við yfirvöld í hverju landi. Samkvæmt þessari tillögu var búinn til einn sameiginlegur rammi um gagnsæi starfsréttinda og annarrar hæfni (Europass). Tillagan var samþykkt af Evrópuráðinu og Evrópuþinginu sem og af framkvæmdastjórn ESB í desember 2004. Í þessari ákvörðun fólst meðal annars að vefnum yrði komið upp.

Texta Europass ákvörðunarinnar má finna hér.

Febrúar 2005: Europass vefurinn var formlega opnaður á ráðstefnu í Lúxemborg sem var forseti ESB á þeim tíma.

Í desember 2011: var Europass vefurinn endurhannaður algerlega og útlitið fært til nútímalegra horfs. Þá varð auðveldara að finna vinsælustu upplýsingarnar á vefnum.

Desember 2012:

nýtt sniðmát ferilskrár og rafrænt breytingatæki voru sett á vefinn. Meðal umbóta voru:

 • þægilegri aðferðir við breytingar á skjalinu þegar endanleg útgáfa þess sést á meðan vinnan fer fram;
 • nýir reitir: vefsíða, spjallskilaboð, tungumálapróf;
 • bættar leiðbeiningar sem leiðbeina notendum með skýrari framsetningu upplýsinga: lýsing á verkefnum, ráðstefnum, útgefnum ritum o.s.frv.;
 • nýtt útlit sem gerir Europass ferilskrána læsilegri: nýtt letur, notkun lita, einfaldari fyrirsagnir o.s.frv.

Evrópskur færnipassi var settur á netið á sama tíma og nýja ferilskráin. Auðvelt er að nota forritið til þess að safna saman fylgiskjölum um hæfni og færni sem fólk öðlast á lífsins leið.

Færnipassinn getur geymt margvísleg gögn (Europass tungumálapassa, afrit af prófskírteinum, meðmæli frá atvinnurekendum o.s.frv.) Hægt er að láta eitt eða fleiri gögn fylgja Europass ferilskránni og styrkja hana á þann hátt.

April 2018: Adoption of the revised Europass framework

EU Member States adopted the Commission's proposal to revise the Europass framework. The revision, which aims at simplifying and modernising the Europass CV and other skills tools for the digital age, will enable people across the EU to make their skills and qualifications more visible, and will help policy makers to anticipate labour market needs and trends.