You are here

Europass skjölin

Europass er safn fimm skjala:

Tvö skjalanna eru öllum opinn:

  • Ferilskrá er gagnleg til þess að sýna glögglega hvað þú kannt og getur. Þú getur búið til ferilskrá á netinu með því að nota leiðbeiningar og skjöl sem hægt er að hlaða niður, þ.e. sniðmát, dæmi og leiðbeiningar.
  • Tungumálapassi er skjal sem ætlað er til sjálfsmats í tungumálum. Þú getur fyllt út eigin tungumálapassa á netinu með því að nota leiðbeingarnar á vefnum, þ.e. sniðmát, dæmi og leiðbeinigar.

Þrjú skjöl sem gefin eru út af menntastofnunum:

  • Europass starfsmenntavegabréf staðfestir þá þekkingu og færni sem handhafi hefur aflað sér í öðru Evrópuland.
  • Mat og viðurkenning á starfsmenntun er viðurkenning á þeirri þekkingu og færni sem handhafi hefur aflað sér í öðru Evrópulandi. Þetta skjal inniheldur viðbótarupplýsingar við prófskírteini sem auðvelda aðilum erlendis, sérstaklega atvinnurekendum, að skilja í hverju menntunin fólst.
  • Viðurkenning með prófskírteini lýsir þeirri þekkingu og færni sem handhafi hefur aflað sér með háskólanámi. Þetta skjal inniheldur viðbótarupplýsingar við prófskírteini sem auðvelda aðilum erlendis, sérstaklega atvinnurekendum, að skilja í hverju menntunin fólst.