Viðauki með prófskírteini

Ertu nýbúin(n) að útskrifast? Ertu með menntun á háskólastigi, s.s. bachelors- eða meistaragráðu? Þá getur prófskírteinisviðaukinn komið að notum við að sýna fram á menntun þína annars staðar í Evrópu.

Hvað er Viðauki með prófskírteini?

Prófskírteinisviðaukinn er skjal með upplýsingum sem auðvelda atvinnurekendum og menntastofnunum að skilja hvað felst í menntun þinni.

Þegar þú sækir um starf eða námskeið erlendis getur verið snúið að útskýra hvað nám þitt snerist um. Það er þarna sem Viðauki með prófskírteini kemur að gagni.

Hvaða upplýsingar hefur hann að geyma?

Prófskírteinisviðaukinn veitir upplýsingar um árangur þinn, s.s. námseiningar, gráður og það sem þú lærðir.

Hann inniheldur upplýsingar sem staðfesta: 

  • hvers konar menntunar þú aflaðir og á hvaða stigi
  • stofnunina sem gaf út prófskírteinið
  • efni námskeiðsins og árangurinn af náminu
  • nánari upplýsingar um menntakerfið í viðkomandi landi

Þessar upplýsingar geta auðveldað atvinnurekanda eða menntastofnun að gera sér grein fyrir menntun þinni og þær geta hjálpað þér með næstu skrefin í námi þínu og á starfsferlinum.

Hvernig útvegar maður sér Viðauka með prófskírteini?

Þú getur beðið um Viðauka með prófskírteini hjá menntastofnuninni þar sem þú stundaðir námið.

Háskólanemar í yfir 40 löndum eiga rétt á að fá Viðauka með prófskírteini þegar þeir útskrifast, á hvaða megintungumáli í Evrópu sem er og þeim að kostnaðarlausu.

Dæmi um prófskírteinisviðauka

Prófskírteinið þitt + prófskírteinisviðaukinn = fullkomin tvenna þegar þú sækir um starf eða námskeið í öðru Evrópulandi.