You are here

Europass starfsmenntavegabréf

Hvað er það

Skjal sem staðfestir þekkingu og færni sem handhafi hefur aflað sér í öðru Evrópulandi. Dæmi:

  • starfsþjálfun í fyrirtæki;
  • skiptinám í háskóla;
  • sjálfboðastarf á vegum frjálsra félagasamtaka.

Fyrir hvern er það

Alla sem fara til annars Evrópulands í nám eða til þess að öðlast starfsreynslu, sama á hvaða aldri þeir eru eða hvaða menntun þeir hafa.

Hver býr það til

Tvær stofnanir sem hafa gert með sér samstarfssamning um að senda nemann frá einu landi og taka á móti honum í öðru.

Samstarfsaðilarnir geta verið háskólar, aðrir skólar, fræðslustofnanir, fyrirtæki, áhugahópar, o.s.frv.

Hvar er hægt að nálgast starfsmenntavegabréfið

Vinsamlega hafðu samband við stofnunina/fyrirtækið sem sendir þig til útlandaog óskaðu eftir að haft verði samband við umsjónaraðila Europass.

Tæknileg aðstoð

Aðgangur að þessari aðgerð er einungis heimill stofnunum sem nota Europass mat og viðurkenningu á starfsnámi. Aðgangsorð fæst með því að hafa samband við umsjónaraðila Europass.