Hvað varð um Europass-tungumálavegabréfið?

Europass-tungumálavegabréfið var eitt af Europass-skjalasniðmátunum frá árinu 2004. Það var sjálfsmatsverkfæri til að meta tungumálafærni og -hæfni.

Í núverandi Europass hefur tungumálavegabréfið verið samþætt Europass-prófílnum. Það er sá hluti sem nefnist tungumálafærni. Þú getur ennþá metið tungumálafærni þína út frá samevrópska tungumálarammanum og deilt niðurstöðunum með vinnuveitendum eða menntastofnunum eftir þörfum.