Hvernig metur maður tungumálafærni sína?

Þú getur metið tungumálafærni þína í Europass-prófílnum. Sjálfsmat á færni merkir að þú ígrundar færni þína og gefur lýsingu á því hve langt kunnáttan nær. Þú fyllir út einfalda sjálfsmatstöflu í Europass-prófílnum til að lýsa tungumálafærni þinni. Þú skoðar hverja lýsingu í sjálfsmatsverkfærinu og velur stigið sem þér finnst best lýsa færni þinni að því er varðar hlustun, lestur, töluð samskipti, framsetningu í töluðu og skrifuðu máli, á hvaða tungumáli sem er. Þú geymir tungumálaskírteinin líka í Europass-skjalasafninu. Sjálfsmatstólið byggir á samevrópska tungumálarammanum.

Þú getur deilt sjálfsmatstöflunni úr Europass-prófílnum með öðrum, s.s. vinnuveitendum og mennta- eða starfsmenntastofnunum.