You are here

Hugtök

Hugtök um evrópska stefnu í menntun og þjálfun

What is the difference between "skill gap", "skill needs" or "skill shortage"? Is "underqualification" a synonym for "undereducation" or "underskilling"? What is the meaning of "green skills"?

Í þessum lista eru skilgreind 130 evrópsk hugtök í stefnu um menntun og þjálfun á mörgum tungumálum. Hann er byggður á tveimur eldri listum:Terminology of European education and training policy (2008) og Terminology of vocational training policy (2004). Við uppfærsluna voru höfð í huga ný forgangsatriði Evrópusambandsins varðandi stefnumótum. Þau byggjast á greiningu á þörf fyrir hæfni og færni í álfunni.

Nýjar skilgreiningar hafa einnig verið búnar til af sérfræðingum á rannsókna- og stefnumótunarsviði Cedefop.

Við vonum að þetta verk auðveldi samskipti milli evrópskra hagsmunaaðila í menntun, þá sérstaklega þeirra sem fást við stefnumótun.

Hlaða niður hugtakalista með pdf sniði

Heimildir

A | B | E | F | G | H | I | K | L | M | N | Ó | R | S | Ú | V | Þ
 • aðgangur að menntun og þjálfun

  Skilgreining: 

  Skilyrði, aðstæður og kröfur (t.d. réttindi, námsstig, færni, reynsla, o.s.frv.) sem ráða því hverjir geta tekið þátt í menntun eða þjálfun, í menntastofnun eða sérstökum menntaverkefnum.

  Heimild: 
  aðlagað frá Unesco, 1995.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • aðilar vinnumarkaðarins

  Skilgreining: 

  Samtök atvinnurekenda og verkalýðsfélög mynda hinar tvær hliðar félagslegrar samræðu.

  Athugasemd: 
  • hugmyndin um aðila vinnumarkaðarins á uppruna sinn í Frakklandi og Þýskalandi og var seinna tekið upp innan ESB;
  • þrískipt félagsleg samræða tekur einnig til opinberra yfirvalda og/eða fulltrúa hins borgaralegs samfélag og stofnana annarra en ríkisstofnana, o.s.frv.
  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • aðlögunarhæfni

  Skilgreining: 

  Geta stofnunar eða einstaklings til að aðlagast nýrri tækni, nýjum markaðsskilyrðum og nýju vinnumynstri.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • borgaralegt samfélag

  Skilgreining: 

  'Þriðja stoð' samfélagsins sem með ríki og markaði, sem felur í sér stofnanir, hópa og samtök (annað hvort skipulögð eða óformleg) sem geta gegnt hlutverki milligönguaðila milli borgaranna og opinberra yfirvalda

  eða

  Samtala allrar skipulagsgerðar, hverrar meðlimir hafa markmið og skyldur í almannaþágu og gegna einnig hlutverki sem milligönguaðilar milli opinberra yfirvalda og borgaranna.

  Heimild: 
  (1) Cedefop, 2001, framkvæmdastjórn ESB, 2004, (2) Efnahags- og félagsmálanefnd, 1999
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • brottfall

  Skilgreining: 

  Hvarf frá menntun áður en henni er lokið.

  Athugasemd: 
  • hugtakið „drop-out“ á ensku merkir bæði ferlið (að hætta snemma í skóla) og einstaklingana (þá sem hætta snemma í skóla) sem ljúka ekki neinni braut;
  • fyrir utan þá sem hætta snemma í skóla getur brotthvarfið einnig í sumum löndum falið í sér nemendur sem hafa lokið menntun eða þjálfun en fallið á prófunum.
  Heimild: 
  byggt á Ohlsson 1994.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • eining (ECVET)

  Skilgreining: 

  Sú þekking, kunnátta og/eða hæfni sem mynda samhangandi hluta hæfni. Eining getur verið minnsti hluti hæfni sem hægt er að meta, flytja, staðfesta og ef til vill votta. Eining getur verið sérstök fyrir tiltekna hæfni eða sameiginleg með mörgum tegundum af hæfni.

  Athugasemd: 

  einkenni eininga (innihald, stærð, heildarfjöldi eininga sem eru hluti af hæfni, o.s.frv.) eru skilgreind af hæfum aðila sem ber ábyrgð á hæfni á viðeigandi stigi. Skilgreining og lýsing á einingum getur verið mismunandi eftir hæfnimatskerfum og verklagsreglum hæfs aðila. ECVET-kerfinu er ætlað að veita eftirfarandi upplýsingar fyrir hverja einingu:

  • almennt heiti einingarinnar;
  • þekkingu, kunnáttu og hæfni sem felast í hverri einingu;
  • viðmiðanir fyrir mat á samsvarandi námsárangri.
  Heimild: 
  Framkvæmdastjórn ESB, 2006c.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • einkakennsla

  Skilgreining: 

  Hvers konar athöfn sem veitir nemandanum handleiðslu, ráðgjöf eða leiðsögn af hálfu reynds og hæfs fagaðila. Einkakennarinn veitir nemandanum stuðning í gegnum námsferlið (í skóla, í símenntunarmiðstöðvum eða í starfi).

  Athugasemd: 

  einkakennsla nær yfir ýmis konar athafnir:

  • fræðilegar greinar (til þess að bæta menntunarárangur);
  • starfsferill (til þess að auðvelda umskiptin frá skóla til vinnu);
  • þroski einstaklingsins (til þess að hvetja nemendur til þess að taka skynsamlegar ákvarðanir).
  Heimild: 
  Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • endurþjálfun

  Skilgreining: 

  Þjálfun sem gerir einstaklingum kleift að öðlast nýja færni sem veitir aðgang að annaðhvort nýju starfi eða að nýrri starfsemi.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • Evrópsk stjórnsýsla

  Skilgreining: 

  Þær reglur, ferli og atferli sem er innleitt til þess að fara með vald á grundvelli stjórnskipunar Evrópu.

  Athugasemd: 
  • stjórnsýsla verður að tryggja að auðlindum samfélagsins sé stjórnað og leyst sé úr vandamálum á hagkvæman hátt, af skilvirkni og sem svar við þeim brýnu þörfum sem eru í samfélaginu á hverjum tíma;
  • skilvirk stjórnsýsla byggir á þátttöku almennings, ábyrgð, gagnsæi, skilvirkni og innra samræmi.
  Heimild: 
  byggt á Eurovoc, samheitaorðasafninu, 2005.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • Evrópska viðurkenningarkerfið fyrir námseiningar (ECTS)

  Skilgreining: 

  Kerfisbundin leið til að lýsa námsbraut æðri menntunar með því að tengja námseiningar við grunnþætti hennar (einingar, námskeið, námstíma erlendis, námsritgerðir, o.s.frv.), til þess að:

  • auðvelda skilning og samanburð á námsbrautum fyrir alla stúdenta, innlenda sem erlenda
  • hvetja til hreyfanleika nemenda og viðurkenningar á formlegri, ekki formlegri og óformlegri menntun
  • auðvelda háskólum að skipuleggja og endurskoða námsbrautir.
  Athugasemd: 

  ECTS byggir á því vinnuframlagi nemenda sem þarf til þess að ná markmiðum námsbrautar, skilgreindri með þeirri útkomu náms sem á að ná fram. Vinnuframlag nemanda í fullu námi í Evrópu er í flestum tilfellum um 1.500-1.800 klst. á ári og í þessum tilvikum fæst ein námseining fyrir um 25 - 30 klst. vinnuframlag. Einstaklingar sem geta sýnt fram á svipaða útkomu náms í öðru menntaumhverfi geta fengið viðurkenningu og námseiningar (undanþágur) frá þeim menntastofnunum er veita námsgráðu.

  Heimild: 
  byggt á framkvæmdastjórn ESB, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • Evrópskt námseiningakerfi fyrir starfsnám og þjálfun (ECVET)

  Skilgreining: 

  Tæki þar sem menntun og hæfi er skráð í einingum sem sýna útkomu náms, í formi námseininga og fylgt er verklagi við staðfestingu útkomu námsins. Markmið þessa kerfis er að stuðla að:

  • hreyfanleika fólks sem er í þjálfun;
  • uppsöfnun, yfirfærslu og fullgildu mati og viðurkenningu á námsárangri (formlegum formlausum eða óformlegum) sem aflað hefur verið í mismunandi löndum
  • innleiðingu símenntunar;
  • gagnsæi menntunar og hæfis;
  • gagnkvæmu trausti og samvinnu milli aðila sem veita menntun og verkmenntun í Evrópu.
  Athugasemd: 

  ECVET byggir á lýsingu á menntun og hæfi hvað varðar útkomu náms (þekkingu, færni og/eða hæfni), sem er skilgreind sem yfirfæranlegar og uppsafnanlegar námseiningar sem eru tengdar við námseiningaskrár og eru skráðar í persónulegu afriti af útkomu náms.

  Heimild: 
  Cedefop; Framkvæmdastjórn ESB, 2006c.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • Evrópskur rammi um menntun alla ævi (EQF)

  Skilgreining: 

  Viðmið fyrir lýsingu og samanburð á stigum menntunar og hæfis í matskerfum sem þróuð eru á svæðis-, lands- eða alþjóðlegum grunni.

  Athugasemd: 
  • helstu þættir EQF eru röð 8 viðmiðunarstiga sem lýsa útkomu náms (samsetningu þekkingar, færni og/eða hæfni) og gangverki og meginreglum sjálfviljugrar samvinnu;
  • stigin átta ná yfir allt svið menntunar og hæfis, frá þeim sem viðurkenna grunnþekkingu, færni og hæfni, til þeirra sem veitt eru á hæsta stigi akademískrar og faglegrar og verklegrar menntunar og þjálfunar;
  • EQF er þýðingartæki fyrir réttindakerfi menntunar.
  Heimild: 
  byggt á framkvæmdastjórn ESB, 2006a.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • félagsleg samræða

  Skilgreining: 

  Ferli samskipta milli félagslegra samstarfsaðila til að stuðla að ráðgjöf, orðræðu og sameiginlegu samkomulagi.

  Athugasemd: 
  • félagsleg samræða getur verið tvískipt (með þátttöku fulltrúa launþega og atvinnurekenda) eða þrískipt (hún tekur einnig til opinberra yfirvalda og/eða fulltrúa borgaralegs samfélags og stofnanna annarra en ríkisstofnanna, o.s.frv.)
  • félagsleg samræða getur átt sér stað á ýmsum stigum (innan fyrirtækis eða atvinnugreina / þvert á atvinnugreinar og getur verið staðbundin / svæðisbundin / innan lands / milli landa)
  • á alþjóðlegu stigi getur félagsleg samræða verið tvíhliða, þríhliða eða marghliða, eftir því hvað mörg lönd taka þátt.
  Heimild: 
  Cedefop 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • fjarnám

  Skilgreining: 

  Menntun og þjálfun sem miðlað er úr fjarlægð gegnum fjarskiptamiðla: bækur, útvarp, sjónvarp, síma, bréfaskriftir, tölvu eða myndband.

  Heimild: 
  byggt á ILO 1979.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • formlaust nám

  Skilgreining: 

  Nám sem tengist daglegu lífi, þ.e. vinnu, fjölskyldu eða áhugamálum. Námið er ekki skipulagt með tilliti til markmiða, tíma eða kennslu. Formlaust nám er yfirleitt stundað ómeðvitað.

  Athugasemd: 
  • niðurstöður formlauss nám leiða yfirleitt ekki til vottunar en geta hlotið viðurkenningu og staðfestingu innan viðurkenningarramma fyrra náms
  • formlaust nám er einnig skilgreint sem reynslutengt eða tilviljanakennt /handahófskennt nám.
  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • formlegt nám

  Skilgreining: 

  Nám sem á sér stað í skipulögðu og vel uppbyggðu vinnuumhverfi (þ.e. í menntastofnun, í sérþjálfun eða á vinnustað) og er sérstaklega skilgreint sem nám (hvað varðar markmið, tíma eða mannauð). Formlegt nám er stundað með ákveðið markmið í huga af hálfu nemandans. Það leiðir yfirleitt til staðfestingar og vottunar.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • framhaldsfræðsla

  Skilgreining: 

  Menntun eða þjálfun eftir grunnmenntun og þjálfun - eða eftir inngöngu á vinnumarkað, ætluð til að hjálpa einstaklingum að:

  • bæta eða uppfæra þekkingu sína og/eða færni;
  • öðlast nýja færni fyrir ferilbreytingu eða endurþjálfun;
  • halda áfram persónulegum eða faglegum þroska.
  Athugasemd: 

  framhaldsfræðsla er hluti af símenntun og getur tekið til allra tegunda menntunar (almennrar, sérhæfðrar eða verknáms, formlegrar eða óformlegrar, o.s.frv.). Hún skiptir sköpum fyrir möguleika einstaklings á vinnumarkaði.

  Heimild: 
  Cedefop 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • framhaldsskólapróf

  Skilgreining: 

  Próf sem haldið er við lok framhaldsskólamenntunar til að staðfesta og votta útkomu náms nemenda í kjölfar matsferlis.

  Athugasemd: 
  • framhaldsskólapróf eru ekki framkvæmd í öllum aðildarríkjunum;
  • brottfararskírteini úr framhaldsskóla - sem tryggja ekki öll aðgang að æðri menntun – bera mismunandi heiti eftir löndum, t.d.:

  Austurríki

   

  • Reifeprüfungszeugnis / Reife- und Diplomprüfungszeugnis
  • Berufsreifeprüfungszeugnis

  Þýskaland

  • Abitur
  • Fachabitur

  Írland

  • Leaving certificates (Brottfararskírteini)

  Frakkland

  • Baccalauréat
   • baccalauréat général (almenn menntun)
   • baccalauréat technologique (almenn menntun og tæknimenntun)
   • baccalauréat professionnel (starfsþjálfun sem leiðir til ákveðinnar atvinnu)

  Portúgal

  • Diploma do ensino secundário (almenn menntun)
  • Diploma de qualificação (almenn menntun og starfsmenntun / tvöföld vottun)

  Stóra-Bretland

  • bókleg stig
   • GCE A level (advanced general certificate of education)
   • GCE AS level (advanced subsidiary general certificate of education)
   • NQ advanced higher (national qualifications advanced higher level)
   • NQ higher (national qualifications higher level)
   • Scottish baccalaureate
   • Welsh baccalaureate
  • verkleg stig
   • GCE A levels in applied subjects
   • GCE AS levels in applied subjects
  Heimild: 
  Cedefop, 2004; Ministère de l’éducation nationale.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • fullorðinsfræðsla

  Skilgreining: 

  Almenn menntun eða starfsnám sem býðst fullorðnum eftir grunnmenntun og þjálfun í faglegu og/eða persónulegu skyni, og sem miðar að því að:

  • veita fullorðnum almenna menntun í fögum sem þeir hafa sérstakan áhuga á (t.d. í opnum háskólum);
  • veita uppbótarnám í grunnfærni sem einstaklingar hafa kannski ekki tileinkað sér í grunnmenntun sinni (svo sem læsi, tölulæsi) og þar af leiðandi að;
  • veita aðgang að hæfni sem ekki hefur náðst, af ýmsum ástæðum, í kerfi grunnmenntunar;
  • öðlast, bæta eða uppfæra þekkingu, kunnáttu eða getu á sérstöku sviði: þetta er framhaldsmenntun.
  Athugasemd: 

  fullorðinsmenntun er nálægt en samt ekki sömu merkingar og framhaldsmenntun.

  Heimild: 
  aðlagað frá Evrópsku starfsmenntastofnuninni 1997, Cedefop 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • færni

  Skilgreining: 

  Getan til að skila verkefnum og leysa vandamál.

  Heimild: 
  Cedefop; Framkvæmdastjórn ESB, 2006a.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • færni í upplýsinga- og fjarskiptatækni (UFT)

  Skilgreining: 

  Sú færni sem þarf til þess að geta nýtt sér upplýsinga- og fjarskiptatækni (UFT) á skilvirkan hátt.

  Athugasemd: 

  í skýrslu um UFT færni og atvinnumöguleika, leggur OECD til einfalda flokkun:

  • fagleg UFT þekking: geta til að nota háþróaða UFT tækni, og/eða að þróa, gera við og búa til slík tæki;
  • hagnýt UFT þekking: geta til að nota einfalda UFT tækni í almennu vinnuumhverfi (ekki starf í upplýsingatækni);
  • grunnfærni í UFT eða „UFT læsi“: geta til að nota UFT tækni fyrir einföld verkefni og til þess að afla sér frekari þekkingar
  Heimild: 
  Cedefop 2004; Lopez-Bassols.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • gagnkvæm viðurkenning menntunar og hæfis

  Skilgreining: 

  Viðurkenning eins eða fleiri landa eða stofnanna á menntun og hæfi ((próf)skírteini eða titlar) sem veitt er í (eða af) einu eða fleiri löndum eða öðrum stofnunum.

  Athugasemd: 

  gagnkvæm viðurkenning getur verið tvíhliða (milli tveggja landa eða stofnanna) eða marghliða (t.d. innan Evrópusambandsins eða milli fyrirtækja sem tilheyra sama geira).

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • gagnsæi hæfni

  Skilgreining: 

  Að hvaða leyti hæfni er sýnileg og gagnsæ, með tilliti til innihalds og gildi hennar á vinnumarkaðnum (á ákveðnu sviði, á viðkomandi svæði, í viðkomandi landi eða erlendis) og í menntunar- og þjálfunarkerfum.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • geiri

  Skilgreining: 

  Hópur fyrirtækja með sömu efnahagslegu aðalstarfsemi (t.d. efnaiðnaður).

  eða

  Flokkun þverfaglegrar fagstarfsemi (t.d. markaðsmál) sem fjölbreytileg fyrirtæki eiga sameiginlega.

  Heimild: 
  Cedefop; Framkvæmdastjórn ESB, 2006a.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • grunnfærni

  Skilgreining: 

  Sú færni sem þörf er á til að búa í nútímasamfélagi, t.d. að hlusta, tala, lesa, skrifa og reikna.

  Athugasemd: 

  ásamt nýrri grunnfærni myndar grunnfærni lykilgetu.

  Heimild: 
  Cedefop, Bjørnåvold, 2000; Cedefop, Tissot, 2000; Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • grunnfærni í upplýsinga- og fjarskiptatækni (UFT)

  Skilgreining: 

  Sú færni sem þörf er á til að nota grundvallaratriði upplýsinga- og fjarskiptatækni á skilvirkan hátt (í grundvallaratriðum við texta-/mynd-/gagnavinnslu, við notkun á interneti og tölvupósti).

  Athugasemd: 

  sumir textahöfundar telja einnig með færni í vélbúnaði (að tengja tæki, setja upp hugbúnað, lagfæra einfaldar bilanir) eða frekari hugbúnaðarfærni (að nota kynningarforrit eða töflureikni, skjalastjórnun, endurheimta gögn, o.s.frv.), enn aðrir telja jafnvel að grunnfærni í UFT séu nú hluti af lykilgetu fólks.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • grunnmenntun

  Skilgreining: 

  Grunnmenntun sem fer fram í grunnskóla, yfirleitt áður en haldið er út á vinnumarkaðinn.

  Athugasemd: 
  • suma þjálfun sem fer fram eftir að farið er inn á vinnumarkað má flokka sem grunnþjálfun (t.d. endurþjálfun);
  • grunnmenntun er hægt að framkvæma á öllum stigum grunnmenntunar eða starfsþjálfunar (byggða á fullri skólasókn eða annarri þjálfun) í námsbrautum og í þjálfun einstaka nemanda.
  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • handleiðsla

  Skilgreining: 

  Leiðsögn og stuðningur sem veitt er ungri mannesku eða nýliða á ýmsan hátt (þ.e. einhverjum sem er að ganga til liðs við nýtt námssamfélag eða stofnun) af reyndari manneskju sem er í hlutverki fyrirmyndar, leiðbeinanda, einkakennara, þjálfara eða trúnaðarmanns.

  Heimild: 
  byggt á Bolton 1980.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • hreyfanleiki

  Skilgreining: 

  Geta einstaklings til að færa sig til og aðlagast nýju starfsumhverfi.

  Athugasemd: 
  • hreyfanleiki getur verið landfræðilegur eða „hagnýtur“ (tilfærsla í nýja stöðu í fyrirtæki eða í nýtt starf);
  • hreyfanleiki gerir einstaklingum kleift að öðlast nýja færni og þar með auka möguleika sína á að fá atvinnu.
  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • hvatamaður náms

  Skilgreining: 

  Sérhver sem hvetur til öflunar þekkingar og færni með því að skapa ákjósanlegt námsumhverfi, þ.m.t. sérhver sem gegnir hlutverki kennara, þjálfara, leiðbeinanda eða umsjónarmanns. Hvatamaðurinn hjálpar nemandanum að þróa þekkingu sína og færni með því að gefa leiðbeiningar, ráð og svörun í gegnum námsferlið.

  Heimild: 
  Cedefop 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • hæfni

  Skilgreining: 

  Geta til að beita útkomu náms á fullnægjandi hátt í skilgreindu samhengi (í menntun, við vinnu, til persónulegs eða faglegs þroska).

  Athugasemd: 

  hæfni er ekki takmörkuð við skilvitlega þætti (sem fela í sér notkun kenninga, hugmynda eða ómeðvitaðrar þekkingar), heldur felur hún einnig í sér hagnýtar hliðar (sem fela í sér tæknilega færni) ásamt sammannlegum eiginleikum (t.d. félagslegri eða kerfislegri færni) og siðfræðigildi.

  Heimild: 
  Cedefop, 2004; European Commission, 2006a.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • innihald náms

  Skilgreining: 

  Atriði og athafnir sem innihalda það sem einstaklingur eða hópur fólks lærir í námsferli.

  Heimild: 
  aðlagað frá Evrópsku starfsmenntastofnuninni, 1997.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • kennari

  Skilgreining: 

  Einstaklingur sem hefur það hlutverk að miðla þekkingu, verkþekkingu eða kunnáttu til nemenda við menntastofnun.

  Athugasemd: 

  kennari getur leyst ýmis konar verkefni af hendi, svo sem skipulagt og kennt verkfærni/-námskeið, breitt út þekkingu, hvort sem hún er almenn eða sértæk, fræðileg eða hagnýt. Kennari við starfsnámsstofnun gæti verið kallaður „þjálfari“.

  Heimild: 
  Cedefop, 2004; AFPA 1992.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • lífsreynsla

  Skilgreining: 

  Nám, formlegt, formlaust eða óformlegt, sem á sér stað þvert yfir allt svið lífsins athafna (persónulegra, félagslegra eða faglegra) á öllum stigum.

  Athugasemd: 

  lífsreynsla er er ein vídd símenntunnar.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • lögvernduð atvinnugrein

  Skilgreining: 

  Starfsathafnir eða hópur starfsathafna þar sem aðgangur að og iðkun (eða einnar myndar þeirra) er beint eða óbeint háð löggjafar-, reglugerðar-, eða stjórnunarákvæðum hvað varðar yfirráð yfir tiltekinni menntun eða hæfi.

  Heimild: 
  byggt á framkvæmdastjórn ESB, 2002.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • lykilhæfni / lykil-/kjarnafærni

  Skilgreining: 

  Sú heildarhæfni (grunnhæfni og ný hæfni) sem þarf til þess að lifa í nútíma upplýsingaþjóðfélagi.

  Athugasemd: 

  í meðmælum sínum með þeirri lykilhæfni sem þarf fyrir símenntun, hefur framkvæmdastjórn ESB ákvarðað átta svið lykilhæfni:

  • samskipti á móðurmálinu;
  • samskipti í erlendum tungumálum;
  • hæfni í stærðfræði, raunvísindum og tækni;
  • stafræn hæfni;
  • aðferðir við nám;
  • hæfni í mannlegum samskiptum, samskiptum milli menningarheima og innan samfélags, samfélagsleg hæfni;
  • hæfni sem frumkvöðull
  • tjáning menningar.
  Heimild: 
  Cedefop 2004; Framkvæmdastjórn ESB, 2006b.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • læri

  Skilgreining: 

  Kerfisbundin langtímaþjálfun þar sem skiptast á tímabil á vinnustaðnum og í skóla. Lærlingurinn er samningsbundinn vinnuveitandanum og fær laun. Vinnuveitandinn tekur á sig ábyrgð á því að veita nemanum þjálfun sem leiðir til ákveðins starfs.

  Athugasemd: 

  á frönsku á hugtakið 'apprentissage' bæði við um læri og námsferlið (sjá 'nám').

  Heimild: 
  Cedefop 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • mannauður

  Skilgreining: 

  Þekking, færni, hæfni og eiginleikar einstaklinga sem auka persónuleg, félagsleg og efnahagsleg lífsgæði.

  Heimild: 
  OECD 2001.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • mat á gildi náms

  Skilgreining: 

  Stuðlar að þátttöku í og árangri af (formlegu eða óformlegu) námi til þess að auka vitneskju um eðlislægt gildi náms og til að umbuna fólki fyrir það.

  Heimild: 
  Cedefop, 2001, framkvæmdastjórn ESB, 2001.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • mat á útkomu náms

  Skilgreining: 

  Ferlið við að meta þekkingu, verkkunnáttu, færni og/eða getu einstaklings eftir fyrirfram skilgreindum viðmiðum (væntingar um nám, mælingar á útkomu náms). Mati fylgir venjulega viðurkenning og vottun.

  Athugasemd: 

  in the literature, ‘assessment’ generally refers to appraisal of individuals whereas ‘evaluation’ is more frequently used to describe appraisal of education and training methods or providers.

  Heimild: 
  Cedefop 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • menntun fyrir fólk með sérþarfir

  Skilgreining: 

  Menntun og stuðningur sem ætlað er að taka á sérþörfum fatlaðra barna eða barna sem ekki ná árangri í almenna skólakerfinu af mörgum öðrum ástæðum sem vitað er að torvelda ákjósanlega framvindu náms.

  Athugasemd: 

  hugtakið „menntun fyrir fólk með sérþarfir“ er nú valið fram yfir hugtakið „sérkennsla“. Eldra hugtakið var aðallega talið vísa til menntunar barna með fötlun sem ætti sér stað í sérstökum skólum eða stofnunun sem aðgreindar voru frá hinu reglubundna skólakerfi. Í mörgum löndum er stórt hlutfall fatlaðra barna nú menntað í hinu almenna skólakerfi.

  Heimild: 
  byggt á Unesco, 1997.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • nám

  Skilgreining: 

  Ferli þar sem einstaklingur tileinkar sér upplýsingar, hugmyndir og gildi og öðlast á þann hátt þekkingu, verkkunnáttu, færni og/eða hæfni.

  Athugasemd: 
  • nám á sér stað í gegnum persónulega speglun, endurbyggingu og gagnkvæm félagsleg áhrif;
  • nám getur átt sér stað í formlegu, formlausu, eða óformlegu umhverfi.
  Heimild: 
  Cedefop, 2004; Framkvæmdastjórn ESB, 2006a.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • nám byggt á reynslu

  Skilgreining: 

  Nám sem fæst með því að endurtaka ákveðið verkefni, með eða án fyrirframleiðbeininga.

  Athugasemd: 

  learning by doing is also referred to as experiential learning.

  Heimild: 
  Cedefop.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • nám eftir skyldunám

  Skilgreining: 

  Menntun sem einstaklingur aflar sér eftir skyldunám sem setur lágmarks lagalega mælikvarða og tímalengd á skyldunám.

  Heimild: 
  byggt á Evrópsku starfsmenntastofnuninni, 1997.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • náms- og starfsráðgjöf / upplýsingar, ráðgjöf og leiðbeiningar

  Skilgreining: 

  Fjölbreytt starfsemi sem miðar að því að hjálpa einstaklingum að taka ákvarðanir er varða eigið líf, menntun og starfsval og að fylgja ákvörðunum sínum eftir bæði áður og eftir að einstaklingarnir koma inn á vinnumarkaðinn.

  Athugasemd: 

  Náms- og starfsráðgjöf getur falið í sér:

  • ráðgjöf (persónulega eða varðandi starfsval og námsval),
  • mat (sálfræðilegt eða hæfnis- /frammistöðutengt),
  • upplýsingar um nám eða möguleika á vinnumarkaði og starfsval,
  • jafningafræðslu, fræðslu ættingja eða kennara,
  • undirbúning frekara vals (sem ákvarðar hæfni/getu og reynslu fyrir atvinnuleit),
  • tilvísanir (til sérfræðinga í menntun og starfsráðgjöf).

  Náms- og starfsráðgjöf er hægt að veita í skólum, á símenntunarmiðstöðvum, í atvinnumiðlunum, á vinnustað, í samfélaginu eða annars staðar.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • námsbraut

  Skilgreining: 

  Samanlögð námsruna sem einstaklingur fylgir til að öðlast þekkingu, færni eða hæfni.

  Athugasemd: 

  námsbraut getur sameinað formlegar eða ekki formlegar námsrunur sem staðfestar leiða til vottunar.

  Heimild: 
  Cedefop, 2008.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • námseiningakerfi

  Skilgreining: 

  Verkfæri sem hannað er til að auðvelda söfnun námsútkomu sem aflað er í formlegu, formlausu og/eða óformlegu umhverfi og auðveldar tilfærslu úr einu umhverfi í annað til staðfestingar og viðurkenningar. Hægt er að hanna námseiningakerfi:

  • með því að lýsa menntaverkefni og tengja punkta (einingar) við efnisþætti þess (raðeiningar, námskeið, uppstillingar, ritgerðarvinnu, o.s.frv.) eða
  • með því að lýsa menntun og hæfi með notkun eininga í útkomu náms og tengja námseiningar við hverja einingu.
  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004; framkvædastjórn ESB, 2006c.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • námssamfélag

  Skilgreining: 

  Samfélag sem hvetur til námsmenningar með því að þróa skilvirk staðbundin tengsl á milli allra sviða samfélagsins og styður og hvetur einstaklinga og samtök til þeirra að læra.

  Heimild: 
  Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • námsskipulag

  Skilgreining: 

  Samstæðar námsbrautir í boði skóla og/eða verknámsvinnustaða sem greiða götu einstaklingsins innan eða á milli starfsgreina.

  Heimild: 
  Cedefop, 2008.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • námsskrá

  Skilgreining: 

  Skrá yfir starfsemi, innleiðingu efnis og/eða aðferða til að ná menntamarkmiðum (öðlast þekkingu, færni og/eða hæfni) sem skipulögð er í rökréttri röð yfir ákveðið tímabil.

  Athugasemd: 

  hugtakið námsskrá vísar til innleiðingar námsathafna, en hugtakið aðalnámsskrá vísar til hönnunar, skipulagningar og áætlanagerðar um þessar athafnir.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • námsskrá

  Skilgreining: 

  Skrá um athafnir sem innleiddar eru til að hanna, skipuleggja og tímasetja menntun eða þjálfun, þar með talin skilgreining á markmiðum náms, innihaldi, aðferðum (að meðtöldu mati) og efni, ásamt fyrirkomulagi þjálfunar kennara og þjálfara á vinnustað.

  Athugasemd: 

  hugtakið námsskrá vísar til hönnunar, skipulagningar og áætlanagerðar um námsathafnir, en hugtakið námsáætlun vísar til innleiðingar þessarra athafna.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop 2004; Landsheere, 1979.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • námsstofnun

  Skilgreining: 

  Stofnun sem stuðlar að námi og þar sem einstaklingar læra og þroskast í gegnum vinnu sína, sjálfum sér til hagsbóta, fyrir aðra og fyrir stofnunina í heild, þar sem árangur vinnu þeirra er auglýstur og viðurkenndur.

  Heimild: 
  Cedefop 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • námssvæði

  Skilgreining: 

  Svæði þar sem hagsmunaaðilar vinna saman að því að mæta námsþörfum íbúanna og deila úrræðum til að hugsa upp sameiginlegar lausnir.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • námsyfirfærsla

  Skilgreining: 

  Að hve miklu leyti þekking, kunnátta og hæfni geta verið notaðar í nýju starfs- eða menntunarumhverfi og/eða verið staðfestar og vottaðar.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • netstutt nám

  Skilgreining: 

  Nám stutt upplýsinga- og fjarskiptatækni (UFT).

  Athugasemd: 
  • netstutt nám er ekki takmarkað við „stafrænt læsi“ (það að öðlast UFT færni). Það getur tekið til margþættra sniða og blandaðra aðferða: notkunar hugbúnaðar, internets, geisladiska; náms á netinu eða með einhverjum öðrum rafrænum- eða gagnvirkum miðli;
  • hægt er að nota netstutt nám sem verkfæri í fjarnámi og til að styðja nám augliti til auglitis.
  Heimild: 
  Cedefop, 2008.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • notkunartengt nám

  Skilgreining: 

  Nám sem næst með því að endurtaka notkun ákveðinna verkfæra eða aðstöðu, með eða án leiðbeiningar.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • ný grunnfærni

  Skilgreining: 

  Færni t.d. í upplýsinga- og fjarskiptatækni (UFT), erlendum tungumálum, félagsleg-, skipulagsleg- eða samskiptaleg færni, tæknimenning, frumkvöðlastarfsemi.

  Athugasemd: 

  ásamt grunnfærni myndar ný grunnfærni þá hæfni sem þörf er á til að þroskast í þekkingarsamfélagi samtímans.

  Heimild: 
  ESB-ráðið, 2000.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • óformlegt nám

  Skilgreining: 

  Nám sem felldur er inn í skipulagða starfsemi en er ekki afdráttarlaust tilgreint sem nám (hvað varðar námsmarkmið, námstíma eða námsstuðning). Óformlegt nám er stundað með ákveðið markmið í huga af hálfu nemandans.

  Athugasemd: 
  • útkoma óformlegs náms getur verið staðfest og leitt til vottunar;
  • óformlegu námi er stundum lýst sem hálf-skipulögðu námi.
  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • opið nám

  Skilgreining: 

  Nám sem veitir nemandanum sveigjanleika í vali á efni, stað, hraða og/eða aðferð.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • raunfærnimat

  Skilgreining: 

  Greining á þekkingu, færni og hæfni einstaklings, þar með talið hæfileikar hans/hennar og hvöt til að skilgreina feriláætlun og/eða skipuleggja faglega endurstefnumörkun eða þjálfunaráætlun.

  Athugasemd: 

  markmið raunfærnimats er að hjálpa einstaklingnum að:

  • greina bakgrunn ferils
  • meta sjálf/ur stöðuna í vinnuumhverfinu
  • undirbúa sig fyrir staðfestingu á formlausri eða óformlegri útkomu náms
  • skipuleggja starfsferilsbraut.
  Heimild: 
  byggt á Code du travail français, 2003; Cedefop.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • réttindamatskerfi

  Skilgreining: 

  Allar athafnir tengdar viðurkenningu útkomu náms og annaðkerfi sem tengir menntun og þjálfun vinnumarkaði og borgaralegu samfélagi. Þessar athafnir fela í sér:

  • skilgreiningu á stefnu um réttindi, skipulag og útfærslu þjálfunar, fyrirkomulag stofnana, fjármögnun, gæðatryggingu
  • mat, staðfestingu og vottun á útkomu náms.
  Athugasemd: 

  a national qualifications system may be composed of several subsystems and may include a national qualifications framework.

  Heimild: 
  byggt á framkvæmdastjórn ESB, 2006a.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • réttindarammi

  Skilgreining: 

  Verkfæri fyrir þróun og flokkun menntunar og hæfis (t.d. í landi eða á svæði) í samræmi við sett viðmiða (t.d. með notkun námslýsinga) sem eiga við um tilgreind stig útkomu náms.

  Athugasemd: 

  Hægt er að nota réttindaramma til að:

  • staðfesta landsstaðla um þekkingu, færni og hæfni;
  • stuðla að gæðum menntunar;
  • bjóða upp á kerfi samræmingar og/eða samþættingar réttinda og auðvelda samanburð á réttindum með því að tengja réttindi hvert öðru;
  • stuðla að aðgangi að námi, yfirfærslu útkomu náms og framvindu í námi.
  Heimild: 
  byggt á framkvæmdastjórn ESB, 2006a; OECD 2007.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • réttindi

  Skilgreining: 

  Hugtakið réttindi nær yfir mismunandi þætti:

  • formleg réttindi: formleg útkoma ((próf)skírteini eða titill) mats- og staðfestingarferlis sem fæst þegar lögbær aðili ákvarðar að einstaklingur hafi náð útkomu náms samkvæmt gefnum stöðlum og/eða búi yfir nauðsynlegri hæfni til að starfa á tilteknu starfssviði. Réttindi veita opinbera viðurkenningu á gildi útkomu náms á vinnumarkaði og í menntun. Réttindi geta einnig verið lögleg réttindi til að stunda atvinnugrein (OECD)
  • starfsskilyrði: þekking, hæfileikar og færni sem áskilin er til að framkvæma tiltekin verk tengd sérstakri starfsstöðu (ILO).
  Heimild: 
  byggt á Eurydice 2006; Evrópsku starfsmenntastofnuninni 1997; OECD 2007; ILO 1998.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • sambærileiki menntunar og hæfis

  Skilgreining: 

  Staðfesting, eftir því sem hún er möguleg, á jafngildi náms milli stiga og innihalds ((próf)skírteini eða titlar) á milli atvinnugreina, svæða, landa eða alþjóðleg.a

  Athugasemd: 

  sambærileiki menntunar og hæfis eykur möguleika einstaklinga á að fá vinnu eða flytja milli svæða. Ekki má rugla þessu hugtaki saman við „jafngildi menntunar og hæfis“ (sem vísar til (próf)skírteina sem hafa svipað gildi).

  Heimild: 
  Cedefop, Bjørnåvold, 2000.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • símenntun

  Skilgreining: 

  Allt nám yfir mannsævina, sem leiðir til bættrar þekkingar, verkkunnáttu, færni, hæfni og/eða getu sem tengist persónulegum, félagslegum og/eða faglegum ástæðum.

  Athugasemd: 

  lifewide learning is a dimension of lifelong learning.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • skiptaþjálfun

  Skilgreining: 

  Menntun þar sem skiptast á tímabil í skóla eða símenntunarmiðstöð og á vinnustað. Skiptin geta átt sér stað vikulega, mánaðarlega eða árlega. Þátttakendur geta verið samningsbundnir vinnuveitanda og/eða fengið laun, en það fer eftir landi og stöðu.

  Athugasemd: 

  Þýska „tvöfalda kerfið" er dæmi um skiptaþjálfun.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • skipulagning og hönnun námskeiða

  Skilgreining: 

  Röð af skipulögðum athöfnum sem eru í samræmi hver við aðra og eru nýttar við hönnun og skipulagningu nýrrar þjálfunar og þjálfunaráætlunar sem miðast að því að ná ákveðnu markmiði.

  Athugasemd: 

  skipulagning og hönnun námskeið inniheldur greiningu á þjálfunarkröfum og –þörfum, verkefnahönnun, samhæfingu og eftirfylgni með framkvæmd sem og mat á áhrifum þjálfunar.

  Heimild: 
  byggt á Le Préau, 2002.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • skírteini / prófskírteini / titill

  Skilgreining: 

  Opinbert skjal, gefið út af menntastofnun sem skráir frammistöðu einstaklings í kjölfar mats og viðurkenningar eftir fyrirfram skilgreindum staðli.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • skyldunám

  Skilgreining: 

  Lágmarksstaðlar og lengd skólaskyldu samkvæmt lögum.

  Heimild: 
  ILO, 1998.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • stafræn gjá / stafrænt bil

  Skilgreining: 

  Bilið milli þeirra þjóðfélagsþegna sem hafa aðgengi að og nota upplýsinga- og fjarskiptatækni (UFT) á skilvirkan hátt og þeirra sem hafa það ekki.

  Heimild: 
  Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • stafrænt læsi

  Skilgreining: 

  Getan til að nota upplýsinga- og fjarskiptatækni (UFT).

  Athugasemd: 

  digital competence is underpinned by basic skills in ICT: use of computers to retrieve, assess, store, produce, present and exchange information, and to communicate and participate in collaborative networks via the Internet.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • starfshæfni

  Skilgreining: 

  Samblanda þátta sem auðvelda einstaklingum að miða að eða fá atvinnu, halda áfram í vinnu og að taka framförum á starfsferlinum.

  Athugasemd: 

  starfshæfni einstaklinga veltur á:

  • persónulegum eiginleikum (þar á meðal fullnægjandi þekkingu og færni);
  • hvernig þessir persónulegu eiginleikar eru kynntir á vinnumarkaðinum;
  • umhverfi og félagslegu samhengi (þ.e. hvatningu og tækifærum sem bjóðast til að uppfæra og staðfesta þekkingu þeirra og færni); og
  • efnahagslegu samhengi.
  Heimild: 
  byggt á skoskri framkvæmdastjórn 2007; Stofnun um atvinnurannsóknir 2007.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • starfsmenntasjóðir

  Skilgreining: 

  Kerfi frumkvæðis sem hvetur til aðgengis fullorðinna til menntunar - til dæmis þeirra sem ekki hafa notið góðs af opinberri menntun eða þjálfun.

  Athugasemd: 

  starfsmenntasjóðir miða að því að auka þátttöku í faglegri og persónulegri framþróun með því að styðja við bakið á nemandanum, annað hvort fjárhagslega eða með fjármögnun tíma sem nemendur geta notað til að stunda nám við menntastofnun að eigin vali.

  Heimild: 
  Cedefop.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • starfsmenntun

  Skilgreining: 

  Menntun sem miðast við að fólk öðlist þá þekkingu, verkþekkingu, kunnáttu og/eða hæfni, sem krafist er við tiltekin störfum eða í víðara samhengi á vinnumarkaðinum.

  Heimild: 
  aðlagað eftir European Training Foundation, 1997.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • starfsþjálfun

  Skilgreining: 

  Starfþjálfun sem fram fer við venjulegar vinnuaðstæður. Hún getur talist heildarþjálfunin eða verið blandað saman við þjálfun utan starfs.

  Heimild: 
  byggt á Unesco, 1979.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • staðall

  Skilgreining: 

  Væntingar, skylda, krafa eða eitthvað sem venjulega er búist við.

  Athugasemd: 
  • Hægt er að gera greinarmun á nokkrum tegundum staðla:
   • menntastaðall vísar til yfirlýstra námsmarkmiða, innihalds námsskrár, inngönguskilyrða sem og þess kerfis sem nauðsynlegt er til þess að námsmarkmið náist;
   • atvinnustaðall vísar til yfirlýstra athafa og verkefna sem tengjast ákveðnu starfi eða til þekkingar, kunnáttu og skilnings sem eru nauðsynleg fyrir það;
   • matsstaðall vísar til krafna um námsárangur sem á að meta; gæða frammistöðu þess einstaklings sem á að meta og aðferðafræðinnar sem notuð er;
   • staðfestingarstaðall vísar til krafna um námsárangur sem á að meta, matsaðferðafræðinnar, sem notuð er og gæða þeirrar frammistöðu sem skal náð;
   • vottunarstaðall vísar til þeirra reglna sem gilda til þess að fá vottorð eða prófskírteini sem og réttindanna sem veitt eru.
  • Samkvæmt kerfinu geta þessir staðlar verið skilgreindir hver fyrir sig eða verið hluti af sama skjali.

   

  Heimild: 
  Cedefop; ISO, 1996.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • staðfesting á námsárangri

  Skilgreining: 

  Staðfesting frá til þess bærum aðila um að námsárangur (þekking, kunnátta og/eða hæfni) sem einstaklingur skilar í formlegu eða óformlegu námi hafi verið metinn eftir fyrirfram skilgreindum viðmiðunum og uppfylli kröfur staðfestingarstaðals. Staðfesting leiðir venjulega til vottunar.

  Heimild: 
  Cedefop.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • umskipti frá skóla eða þjálfun til vinnu

  Skilgreining: 

  Að fara úr námi eða þjálfun og hefja starf, þ.e. tíminn frá því að hætt er í námi og farið er út á vinnumarkaðinn.

  Athugasemd: 

  umskipti frá skóla til atvinnu (samþætting, tegund atvinnu – með tilliti til stigs og stöðu – og lengd) eru flókin. Samþætting er háð mörgum þáttum (kyni, aldri, hæfni, atvinnustefnu, leiðsögn og ráðgjöf sem til staðar er, o.s.frv.).

  Heimild: 
  Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • upplýsinga- og fjarskiptatækni (UFT)

  Skilgreining: 

  Tækni sem opnar möguleika á rafrænni skráningu, geymslu, endurheimt, vinnslu, flutningi og dreifingu upplýsinga.

  Heimild: 
  Cedefop 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • útgefandi skírteinis

  Skilgreining: 

  Aðili sem gefur út hæfnisvottorð (skírteini, prófskírteini eða titla) sem viðurkennir formlega útkomu náms (þekkingu, færni og/eða getu) einstaklings í kjölfar mats- eða staðfestingarferlis.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • útkoma náms / námsniðurstaða

  Skilgreining: 

  Sett þekkingar, færni og/eða hæfni sem einstaklingur hefur öðlast og/eða getur sýnt eftir að námsferli lýkur.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • veitandi menntunar

  Skilgreining: 

  Hvaða samtök eða einstaklingur sem býður upp á menntuneða þjálfun.

  Athugasemd: 

  veitendur menntunar geta verið samtök sem sérstaklega er komið upp í þeim tilgangi eða aðrir, svo sem vinnuveitendur sem bjóða upp á þjálfun sem hluta af starfsemi sinni. Sjálfstæðir einstaklingar sem bjóða upp á menntaþjónustu teljast einnig veitendur menntunar.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • verkþekking

  Skilgreining: 

  Hagnýt þekking eða sérþekking.

  Heimild: 
  byggt á New Oxford Dictionary of English, 2001.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • viðbótarnám

  Skilgreining: 

  Nám sem ætlað er til að fylla upp í námseyður hjá einstaklingum , aðallega til að gera þeim kleift að taka þátt í frekara námi.

  Heimild: 
  Cedefop 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • viðbótarþjálfun

  Skilgreining: 

  Þjálfun í stuttan tíma, sem á sér venjulega stað eftir grunnmenntun eða -þjálfun og á að bæta við, bæta eða endurnýja þekkingu, kunnáttu og/eða hæfni sem aflað var við fyrri þjálfun.

  Athugasemd: 

  Cedefop, 2004.

  Heimild: 
  Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • viðurkenning á menntaverkefni

  Skilgreining: 

  Ferli gæðatryggingar sem veitir menntaverkefni viðurkenningu sem sýnir að það hafi hlotið samþykki viðeigandi löggjafar- eða fagyfirvalda með því að standast fyrirframákveðna staðla.

  Heimild: 
  aðlagað frá Upplýsingamiðstöð Kanada fyrir alþjóðleg skilríki.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • viðurkenning á útkomu náms

  Skilgreining: 

  Formleg viðurkenning: það ferli að viðurkenna færni og hæfni á opinberann hátt annað hvort gegnum

  • vottun menntunar og hæfis (með (próf)skírteini eða titli) eða;
  • heimild til jafngildis náms, námseininga eða undanþágu, staðfestingu á fenginni færni og/eða hæfni

  Félagslega viðurkenning: með viðurkenningu efnahags- eða félagslegra aðila á gildi færni og/eða hæfni.

  Heimild: 
  Cedefop 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • viðurkenning á veitanda menntunar

  Skilgreining: 

  Ferli gæðatryggingar þar sem viðurkenning er veitt menntastofnun og sýnir að hann hafi hlotið samþykki viðeigandi löggjafar- eða fagyfirvalda með því að standast fyrirframákveðna staðla.

  Heimild: 
  aðlagað frá Upplýsingamiðstöð Kanada fyrir alþjóðleg skilríki.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • vottun á útkomu náms

  Skilgreining: 

  Ferlið við að gefa út (próf)skírteini eða titil sem formlega staðfestir að viðkomandi hafi lokið ákveðnu námi (hafi nauðsynlega, (verk)þekkingu, færni og/eða getu) sem hefur verið metin og staðfest af viðurkenndum aðila eftir fyrirfram skilgreindum staðli.

  Athugasemd: 

  slík vottun getur staðfest útkomu náms sem fengin er í formlegu, formlausu eða óformlegu umhverfi.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • þátttaka allra

  Skilgreining: 

  Allir einstaklingar - eða hópa einstaklinga – taka þátt í samfélag sem borgarar eða sem meðlimir í ýmsum opinberum félagslegum samtökum. Þátttaka allra byggist á þátttöku á vinnumarkaði eða í annarri efnahagslegri þátttöku.

  Heimild: 
  Cedefop 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • þekking

  Skilgreining: 

  Útkoma þess að hafa tileinkað sér upplýsingar gegnum lærdóm. Þekking er sá staðreyndagrunnur, meginreglur, kenningar og framkvæmd sem tengjast ákveðinni námsgrein eða ákveðnu starfi.

  Athugasemd: 

  til eru fjölmargar skilgreiningar á þekkingu. Samt sem áður hvíla nútímahugmyndir um þekkingu almennt á nokkrum grundvallar skilgreiningum:

  • Aristóteles gerði greinarmun á fræðilegri og hagnýtri rökfræði. Í samræmi við þennan greinarmun, greina nútíma fræðimenn (Alexander og fl., 1991) yfirlýsta (fræðilega) þekkingu frá aðferðafræðilegri (hagnýtri) þekkingu.
   • Yfirlýst þekking felur í sér fullyrðingar um ákveðna atburði, staðreyndir og alhæfingar sem prófaðar hafa verið á raunvísindalegan hátt, auk dýpri staðhæfinga um eðli raunveruleikans.
   • Aðferðafræðileg þekking felur í sér þekkingarleit, aðferðir, áætlanir, venjur og verkferla, hefðbundnar leiðir, lausnir, tæknilegar lausnir og alls kyns aðferðir (Ohlsson, 1994)
  • Það er hægt að gera greinarmun á tegundum þekkingar sem þýða mismunandi leiðir til þess að fræðast um heiminn. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til þess að setja saman slíka lista, en eftirfarandi flokkar þekkingar virðast yfirleitt vera settir fram:
   • hlutlæg (náttúruleg/raunvísindaleg) þekking, sem er metin á grunni staðreynda
   • huglæg (bókmenntaleg/fagurfræðileg) þekking, sem er metin á grunni áreiðanleika
   • siðferðileg (mannleg/viðmiðunarkennd) þekking, sem er metin á grunni þess sem er viðurkennt sem almenn regla í samfélaginu (rétt/rangt)
   • trúarleg/heilög þekking sem er metin með tilvísun til guðlegs valds (Guðs).

  Þessi grunnskilningur á þekkingu liggur til grundvallar þeirra spurninga sem við spyrjum, þeirra aðferða sem við notum og þeirra svara sem við finnum í leit okkar að þekkingu.

  • þekking nær til bæði ómeðvitaðrar og meðvitaðrar þekkingar. Ómeðvituð þekking (Polanyi 1967) er þekking sem nemendur búa yfir og sem hefur áhrif á skilvitlega vinnu.
   • Hins vegar þurfa þeir ekki endilega að sýna hana eða vera meðvitaðir um hana.
   • Meðvituð þekking er þekking sem nemandi er meðvitaður um, þar með talin ómeðvituð þekking sem breytist í meðvitaða mynd með því að verða „umhugsunarefni“ (Prawat 1989).
  Heimild: 
  Cedefop, 2004; Framkvæmdastjórn ESB, 2006a.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • þekkingarsamfélag / samfélag byggt á þekkingu

  Skilgreining: 

  Samfélag þar sem framkvæmd og verklag eru byggð á framleiðslu, dreifingu og notkun þekkingar.

  Heimild: 
  Cedefop, 2001, framkvæmdastjórn ESB, 2001.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • þjálfari

  Skilgreining: 

  Sérhver sem framkvæmir eina eða fleiri af þeim athöfnum sem tengjast (fræðilegri eða hagnýtri) þjálfun, annaðhvort við menntastofnun, eða á vinnustað.

  Athugasemd: 
  • aðgreina má tvær tegundir af þjálfurum:
   • atvinnuþjálfarar eru sérfræðingar á sviði þjálfunar sem geta haft það starf að vera kennarar við starfsnámsstofnanir,
   • þjálfarar í hlutastarfi, eða sem þjálfa af og til, eru fagmenn á ýmsum sviðum sem þeir taka að sér samhliða hefðbundnum skyldum, annaðhvort í fyrirtæki (sem leiðbeinendur og einkakennarar nýráðins starfsfólks og lærlinga eða sem veitendur þjálfunar) eða utan þeirra (með því að bjóða fram þjónustu sína af og til við þjálfunarstofnun).
  • þjálfarar geta sinnt ýmsum verkefnum:
   • hannað þjálfunarferli,
   • skipulagt og framkvæmt þetta ferli,
   • séð um hina eiginlegu þjálfun, þ.e. miðlað þekkingu, verkþekkingu og kunnáttu,
   • hjálpað lærlingum að þróa færni sína með því að veita ráð, leiðbeiningar og athugasemdir á meðan á námstímanum stendur.
  Heimild: 
  Cedefop, 2004; AFPA, , 1992.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • þjálfun utan starfs

  Skilgreining: 

  Starfsmenntunarþjálfun sem fram fer utan venjulegra vinnuaðstæðna. Hún er venjulega aðeins hluti af öllu þjálfunarferlinu, þar sem henni er blandað saman við þjálfun í starfi.

  Heimild: 
  byggt á Unesco, 1979.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • þjálfun þjálfara

  Skilgreining: 

  Fræðileg og hagnýt þjálfun fyrir kennara og þjálfara.

  Athugasemd: 

  þjálfun þjálfara:

  • er fyrir kennara-/þjálfara, sem starfa sem: (i) kennarar eða þjálfarar (ii) fagfólk á ákveðnu sviði sem fylgir nemum eftir í þeirra starfsumhverfi (kennarar eða þjálfarar sem starfa sem slíkir af og til);
  • nær yfir fjölbreytta kunnáttu: þekkingu, sem á sérstaklega við á viðkomandi sviði (almenn, tæknileg eða vísindaleg kunnátta), menntunar-, sálfræðilegrar og félagslegrar kunnáttu, stjórnunarfærni, þekkingu á starfsumhverfinu og þekkingu á þjálfunaráætlun og því fólki sem ná skal til;
  • nær einnig yfir þjálfun sem tengist hönnun námskeiða, skipulagningu og framkvæmd sem og innihaldi þjálfunarverkefna þ.e. miðlun þekkingar, verkþekkingar og kunnáttu.
  Heimild: 
  Cedefop, 2004.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR
 • þjálfunarkrafnagreining

  Skilgreining: 

  Kerfisbundin greining á núverandi og framtíðarkunnáttu sem þörf er á miðað við þá kunnáttu sem er til staðar til að framfylgja árangursríkri þjálfunarstefnu.

  Athugasemd: 
  • þjálfunarkrafnagreining byggir á:
   • greining þeirra kunnáttu sem þörf er á
   • mati á þeirri kunnáttu sem er til staðar hjá starfsfólki og
   • mat á þeirri kunnáttu sem er ekki til staðar og á vantar
  • þjálfunarkrafnagreining getur verið framkvæmd með tilliti til einstaklinga, stofnana, ákveðinna sviða, viðkomandi lands eða útlanda, hún getur miðast við magnbundin eða eigindleg atriði (t.d. stig og tegund þjálfunar) og á að tryggja að þjálfun sé veitt á árangursríkan og skilvirkan hátt.
  Heimild: 
  Cedefop.
  ES | DE | EL | EN | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PL | PT | RO | SK | SL | SR-CYR | SR-LAT | SV | TR