You are here

Orðalisti

A | B | E | F | G | H | I | K | L | M | N | Ó | R | S | Ú | V | Þ
 • þátttaka allra

  Skilgreiningu: 

  Allir einstaklingar - eða hópa einstaklinga – taka þátt í samfélag sem borgarar eða sem meðlimir í ýmsum opinberum félagslegum samtökum. Þátttaka allra byggist á þátttöku á vinnumarkaði eða í annarri efnahagslegri þátttöku.

  Heimild: 
  Cedefop 2004.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • þekking

  Skilgreiningu: 

  Útkoma þess að hafa tileinkað sér upplýsingar gegnum lærdóm. Þekking er sá staðreyndagrunnur, meginreglur, kenningar og framkvæmd sem tengjast ákveðinni námsgrein eða ákveðnu starfi.

  Athugasemd: 

  til eru fjölmargar skilgreiningar á þekkingu. Samt sem áður hvíla nútímahugmyndir um þekkingu almennt á nokkrum grundvallar skilgreiningum:

  • Aristóteles gerði greinarmun á fræðilegri og hagnýtri rökfræði. Í samræmi við þennan greinarmun, greina nútíma fræðimenn (Alexander og fl., 1991) yfirlýsta (fræðilega) þekkingu frá aðferðafræðilegri (hagnýtri) þekkingu.
   • Yfirlýst þekking felur í sér fullyrðingar um ákveðna atburði, staðreyndir og alhæfingar sem prófaðar hafa verið á raunvísindalegan hátt, auk dýpri staðhæfinga um eðli raunveruleikans.
   • Aðferðafræðileg þekking felur í sér þekkingarleit, aðferðir, áætlanir, venjur og verkferla, hefðbundnar leiðir, lausnir, tæknilegar lausnir og alls kyns aðferðir (Ohlsson, 1994)
  • Það er hægt að gera greinarmun á tegundum þekkingar sem þýða mismunandi leiðir til þess að fræðast um heiminn. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til þess að setja saman slíka lista, en eftirfarandi flokkar þekkingar virðast yfirleitt vera settir fram:
   • hlutlæg (náttúruleg/raunvísindaleg) þekking, sem er metin á grunni staðreynda
   • huglæg (bókmenntaleg/fagurfræðileg) þekking, sem er metin á grunni áreiðanleika
   • siðferðileg (mannleg/viðmiðunarkennd) þekking, sem er metin á grunni þess sem er viðurkennt sem almenn regla í samfélaginu (rétt/rangt)
   • trúarleg/heilög þekking sem er metin með tilvísun til guðlegs valds (Guðs).

  Þessi grunnskilningur á þekkingu liggur til grundvallar þeirra spurninga sem við spyrjum, þeirra aðferða sem við notum og þeirra svara sem við finnum í leit okkar að þekkingu.

  • þekking nær til bæði ómeðvitaðrar og meðvitaðrar þekkingar. Ómeðvituð þekking (Polanyi 1967) er þekking sem nemendur búa yfir og sem hefur áhrif á skilvitlega vinnu.
   • Hins vegar þurfa þeir ekki endilega að sýna hana eða vera meðvitaðir um hana.
   • Meðvituð þekking er þekking sem nemandi er meðvitaður um, þar með talin ómeðvituð þekking sem breytist í meðvitaða mynd með því að verða „umhugsunarefni“ (Prawat 1989).
  Heimild: 
  Cedefop, 2004; Framkvæmdastjórn ESB, 2006a.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • þekkingarsamfélag/ samfélag byggt á þekkingu

  Skilgreiningu: 

  Samfélag þar sem framkvæmd og verklag eru byggð á framleiðslu, dreifingu og notkun þekkingar.

  Heimild: 
  Cedefop, 2001, framkvæmdastjórn ESB, 2001.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • þjálfari

  Skilgreiningu: 

  Sérhver sem framkvæmir eina eða fleiri af þeim athöfnum sem tengjast (fræðilegri eða hagnýtri) þjálfun, annaðhvort við menntastofnun, eða á vinnustað.

  Athugasemd: 
  • aðgreina má tvær tegundir af þjálfurum:
   • atvinnuþjálfarar eru sérfræðingar á sviði þjálfunar sem geta haft það starf að vera kennarar við starfsnámsstofnanir,
   • þjálfarar í hlutastarfi, eða sem þjálfa af og til, eru fagmenn á ýmsum sviðum sem þeir taka að sér samhliða hefðbundnum skyldum, annaðhvort í fyrirtæki (sem leiðbeinendur og einkakennarar nýráðins starfsfólks og lærlinga eða sem veitendur þjálfunar) eða utan þeirra (með því að bjóða fram þjónustu sína af og til við þjálfunarstofnun).
  • þjálfarar geta sinnt ýmsum verkefnum:
   • hannað þjálfunarferli,
   • skipulagt og framkvæmt þetta ferli,
   • séð um hina eiginlegu þjálfun, þ.e. miðlað þekkingu, verkþekkingu og kunnáttu,
   • hjálpað lærlingum að þróa færni sína með því að veita ráð, leiðbeiningar og athugasemdir á meðan á námstímanum stendur.
  Heimild: 
  Cedefop, 2004; AFPA, , 1992.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • þjálfun utan starfs

  Skilgreiningu: 

  Starfsmenntunarþjálfun sem fram fer utan venjulegra vinnuaðstæðna. Hún er venjulega aðeins hluti af öllu þjálfunarferlinu, þar sem henni er blandað saman við þjálfun í starfi.

  Heimild: 
  byggt á Unesco, 1979.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • þjálfun þjálfara

  Skilgreiningu: 

  Fræðileg og hagnýt þjálfun fyrir kennara og þjálfara.

  Athugasemd: 

  þjálfun þjálfara:

  • er fyrir kennara-/þjálfara, sem starfa sem: (i) kennarar eða þjálfarar (ii) fagfólk á ákveðnu sviði sem fylgir nemum eftir í þeirra starfsumhverfi (kennarar eða þjálfarar sem starfa sem slíkir af og til);
  • nær yfir fjölbreytta kunnáttu: þekkingu, sem á sérstaklega við á viðkomandi sviði (almenn, tæknileg eða vísindaleg kunnátta), menntunar-, sálfræðilegrar og félagslegrar kunnáttu, stjórnunarfærni, þekkingu á starfsumhverfinu og þekkingu á þjálfunaráætlun og því fólki sem ná skal til;
  • nær einnig yfir þjálfun sem tengist hönnun námskeiða, skipulagningu og framkvæmd sem og innihaldi þjálfunarverkefna þ.e. miðlun þekkingar, verkþekkingar og kunnáttu.
  Heimild: 
  Cedefop, 2004.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • þjálfunarkrafnagreining

  Skilgreiningu: 

  Kerfisbundin greining á núverandi og framtíðarkunnáttu sem þörf er á miðað við þá kunnáttu sem er til staðar til að framfylgja árangursríkri þjálfunarstefnu.

  Athugasemd: 
  • þjálfunarkrafnagreining byggir á: (a) greining þeirra kunnáttu sem þörf er á (b) mati á þeirri kunnáttu sem er til staðar hjá starfsfólki og (c) mat á þeirri kunnáttu sem er ekki til staðar og á vantar
  • þjálfunarkrafnagreining getur verið framkvæmd með tilliti til einstaklinga, stofnana, ákveðinna sviða, viðkomandi lands eða útlanda, hún getur miðast við magnbundin eða eigindleg atriði (t.d. stig og tegund þjálfunar) og á að tryggja að þjálfun sé veitt á árangursríkan og skilvirkan hátt.
  Heimild: 
  Cedefop.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO