You are here

Hugtök

A | B | E | F | G | H | I | K | L | M | N | Ó | R | S | Ú | V | Þ
 • eining (ECVET)

  Skilgreining: 

  Sú þekking, kunnátta og/eða hæfni sem mynda samhangandi hluta hæfni. Eining getur verið minnsti hluti hæfni sem hægt er að meta, flytja, staðfesta og ef til vill votta. Eining getur verið sérstök fyrir tiltekna hæfni eða sameiginleg með mörgum tegundum af hæfni.

  Athugasemd: 

  einkenni eininga (innihald, stærð, heildarfjöldi eininga sem eru hluti af hæfni, o.s.frv.) eru skilgreind af hæfum aðila sem ber ábyrgð á hæfni á viðeigandi stigi. Skilgreining og lýsing á einingum getur verið mismunandi eftir hæfnimatskerfum og verklagsreglum hæfs aðila. ECVET-kerfinu er ætlað að veita eftirfarandi upplýsingar fyrir hverja einingu:

  • almennt heiti einingarinnar;
  • þekkingu, kunnáttu og hæfni sem felast í hverri einingu;
  • viðmiðanir fyrir mat á samsvarandi námsárangri.
  Heimild: 
  Framkvæmdastjórn ESB, 2006c.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • einkakennsla

  Skilgreining: 

  Hvers konar athöfn sem veitir nemandanum handleiðslu, ráðgjöf eða leiðsögn af hálfu reynds og hæfs fagaðila. Einkakennarinn veitir nemandanum stuðning í gegnum námsferlið (í skóla, í símenntunarmiðstöðvum eða í starfi).

  Athugasemd: 

  einkakennsla nær yfir ýmis konar athafnir:

  • fræðilegar greinar (til þess að bæta menntunarárangur);
  • starfsferill (til þess að auðvelda umskiptin frá skóla til vinnu);
  • þroski einstaklingsins (til þess að hvetja nemendur til þess að taka skynsamlegar ákvarðanir).
  Heimild: 
  Cedefop, 2004.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • endurþjálfun

  Skilgreining: 

  Þjálfun sem gerir einstaklingum kleift að öðlast nýja færni sem veitir aðgang að annaðhvort nýju starfi eða að nýrri starfsemi.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • Evrópsk stjórnsýsla

  Skilgreining: 

  Þær reglur, ferli og atferli sem er innleitt til þess að fara með vald á grundvelli stjórnskipunar Evrópu.

  Athugasemd: 
  • stjórnsýsla verður að tryggja að auðlindum samfélagsins sé stjórnað og leyst sé úr vandamálum á hagkvæman hátt, af skilvirkni og sem svar við þeim brýnu þörfum sem eru í samfélaginu á hverjum tíma;
  • skilvirk stjórnsýsla byggir á þátttöku almennings, ábyrgð, gagnsæi, skilvirkni og innra samræmi.
  Heimild: 
  byggt á Eurovoc, samheitaorðasafninu, 2005.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • Evrópska viðurkenningarkerfið fyrir námseiningar (ECTS)

  Skilgreining: 

  Kerfisbundin leið til að lýsa námsbraut æðri menntunar með því að tengja námseiningar við grunnþætti hennar (einingar, námskeið, námstíma erlendis, námsritgerðir, o.s.frv.), til þess að:

  • auðvelda skilning og samanburð á námsbrautum fyrir alla stúdenta, innlenda sem erlenda
  • hvetja til hreyfanleika nemenda og viðurkenningar á formlegri, ekki formlegri og óformlegri menntun
  • auðvelda háskólum að skipuleggja og endurskoða námsbrautir.
  Athugasemd: 

  ECTS byggir á því vinnuframlagi nemenda sem þarf til þess að ná markmiðum námsbrautar, skilgreindri með þeirri útkomu náms sem á að ná fram. Vinnuframlag nemanda í fullu námi í Evrópu er í flestum tilfellum um 1.500-1.800 klst. á ári og í þessum tilvikum fæst ein námseining fyrir um 25 - 30 klst. vinnuframlag. Einstaklingar sem geta sýnt fram á svipaða útkomu náms í öðru menntaumhverfi geta fengið viðurkenningu og námseiningar (undanþágur) frá þeim menntastofnunum er veita námsgráðu.

  Heimild: 
  byggt á framkvæmdastjórn ESB, 2004.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • Evrópskt námseiningakerfi fyrir starfsnám og þjálfun (ECVET)

  Skilgreining: 

  Tæki þar sem menntun og hæfi er skráð í einingum sem sýna útkomu náms, í formi námseininga og fylgt er verklagi við staðfestingu útkomu námsins. Markmið þessa kerfis er að stuðla að:

  • hreyfanleika fólks sem er í þjálfun;
  • uppsöfnun, yfirfærslu og fullgildu mati og viðurkenningu á námsárangri (formlegum formlausum eða óformlegum) sem aflað hefur verið í mismunandi löndum
  • innleiðingu símenntunar;
  • gagnsæi menntunar og hæfis;
  • gagnkvæmu trausti og samvinnu milli aðila sem veita menntun og verkmenntun í Evrópu.
  Athugasemd: 

  ECVET byggir á lýsingu á menntun og hæfi hvað varðar útkomu náms (þekkingu, færni og/eða hæfni), sem er skilgreind sem yfirfæranlegar og uppsafnanlegar námseiningar sem eru tengdar við námseiningaskrár og eru skráðar í persónulegu afriti af útkomu náms.

  Heimild: 
  Cedefop; Framkvæmdastjórn ESB, 2006c.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • Evrópskur rammi um menntun alla ævi (EQF)

  Skilgreining: 

  Viðmið fyrir lýsingu og samanburð á stigum menntunar og hæfis í matskerfum sem þróuð eru á svæðis-, lands- eða alþjóðlegum grunni.

  Athugasemd: 
  • helstu þættir EQF eru röð 8 viðmiðunarstiga sem lýsa útkomu náms (samsetningu þekkingar, færni og/eða hæfni) og gangverki og meginreglum sjálfviljugrar samvinnu;
  • stigin átta ná yfir allt svið menntunar og hæfis, frá þeim sem viðurkenna grunnþekkingu, færni og hæfni, til þeirra sem veitt eru á hæsta stigi akademískrar og faglegrar og verklegrar menntunar og þjálfunar;
  • EQF er þýðingartæki fyrir réttindakerfi menntunar.
  Heimild: 
  byggt á framkvæmdastjórn ESB, 2006a.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO