You are here

Orðalisti

A | B | E | F | G | H | I | K | L | M | N | Ó | R | S | Ú | V | Þ
 • félagsleg samræða

  Skilgreiningu: 

  Ferli samskipta milli félagslegra samstarfsaðila til að stuðla að ráðgjöf, orðræðu og sameiginlegu samkomulagi.

  Athugasemd: 
  • félagsleg samræða getur verið tvískipt (með þátttöku fulltrúa launþega og atvinnurekenda) eða þrískipt (hún tekur einnig til opinberra yfirvalda og/eða fulltrúa borgaralegs samfélags og stofnanna annarra en ríkisstofnanna, o.s.frv.)
  • félagsleg samræða getur átt sér stað á ýmsum stigum (innan fyrirtækis eða atvinnugreina / þvert á atvinnugreinar og getur verið staðbundin / svæðisbundin / innan lands / milli landa)
  • á alþjóðlegu stigi getur félagsleg samræða verið tvíhliða, þríhliða eða marghliða, eftir því hvað mörg lönd taka þátt.
  Heimild: 
  Cedefop 2004.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • fjarnám

  Skilgreiningu: 

  Menntun og þjálfun sem miðlað er úr fjarlægð gegnum fjarskiptamiðla: bækur, útvarp, sjónvarp, síma, bréfaskriftir, tölvu eða myndband.

  Heimild: 
  byggt á ILO 1979.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • formlaust nám

  Skilgreiningu: 

  Nám sem tengist daglegu lífi, þ.e. vinnu, fjölskyldu eða áhugamálum. Námið er ekki skipulagt með tilliti til markmiða, tíma eða kennslu. Óformlegt nám er yfirleitt stundað ómeðvitað.

  Athugasemd: 
  • niðurstöður óformlegs náms leiða yfirleitt ekki til vottunar en geta hlotið viðurkenningu og staðfestingu innan viðurkenningarramma fyrra náms
  • ófomlegt nám er einnig skilgreint sem reynslutengt eða tilviljanakennt /handahófskennt nám.
  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • formlegt nám

  Skilgreiningu: 

  Nám sem á sér stað í skipulögðu og vel uppbyggðu vinnuumhverfi (þ.e. í menntastofnun, í sérþjálfun eða á vinnustað) og er sérstaklega skilgreint sem nám (hvað varðar markmið, tíma eða mannauð). Formlegt nám er stundað með ákveðið markmið í huga af hálfu nemandans. Það leiðir yfirleitt til staðfestingar og vottunar.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • framhaldsfræðsla

  Skilgreiningu: 

  Menntun eða þjálfun eftir grunnmenntun og þjálfun - eða eftir inngöngu á vinnumarkað, ætluð til að hjálpa einstaklingum að:

  • bæta eða uppfæra þekkingu sína og/eða færni;
  • öðlast nýja færni fyrir ferilbreytingu eða endurþjálfun;
  • halda áfram persónulegum eða faglegum þroska.
  Athugasemd: 

  framhaldsfræðsla er hluti af símenntun og getur tekið til allra tegunda menntunar (almennrar, sérhæfðrar eða verknáms, formlegrar eða óformlegrar, o.s.frv.). Hún skiptir sköpum fyrir möguleika einstaklings á vinnumarkaði.

  Heimild: 
  Cedefop 2004.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • framhaldsskólapróf

  Skilgreiningu: 

  Próf sem haldið er við lok framhaldsskólamenntunar til að staðfesta og votta útkomu náms nemenda í kjölfar matsferlis.

  Athugasemd: 
  • framhaldsskólapróf eru ekki framkvæmd í öllum aðildarríkjunum;
  • brottfararskírteini úr framhaldsskóla - sem tryggja ekki öll aðgang að æðri menntun – bera mismunandi heiti eftir löndum, t.d.:

  Austurríki

   

  • Reifeprüfungszeugnis / Reife- und Diplomprüfungszeugnis
  • Berufsreifeprüfungszeugnis

  Þýskaland

  • Abitur
  • Fachabitur

  Írland

  • Leaving certificates (Brottfararskírteini)

  Frakkland

  • Baccalauréat
   • baccalauréat général (almenn menntun)
   • baccalauréat technologique (almenn menntun og tæknimenntun)
   • baccalauréat professionnel (starfsþjálfun sem leiðir til ákveðinnar atvinnu)

  Portúgal

  • Diploma do ensino secundário (almenn menntun)
  • Diploma de qualificação (almenn menntun og starfsmenntun / tvöföld vottun)

  Stóra-Bretland

  • bókleg stig
   • GCE A level (advanced general certificate of education)
   • GCE AS level (advanced subsidiary general certificate of education)
   • NQ advanced higher (national qualifications advanced higher level)
   • NQ higher (national qualifications higher level)
   • Scottish baccalaureate
   • Welsh baccalaureate
  • verkleg stig
   • GCE A levels in applied subjects
   • GCE AS levels in applied subjects
  Heimild: 
  Cedefop, 2004; Ministère de l’éducation nationale.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • fullorðinsfræðsla

  Skilgreiningu: 

  Almenn menntun eða starfsnám sem býðst fullorðnum eftir grunnmenntun og þjálfun í faglegu og/eða persónulegu skyni, og sem miðar að því að:

  • veita fullorðnum almenna menntun í fögum sem þeir hafa sérstakan áhuga á (t.d. í opnum háskólum);
  • veita uppbótarnám í grunnfærni sem einstaklingar hafa kannski ekki tileinkað sér í grunnmenntun sinni (svo sem læsi, tölulæsi) og þar af leiðandi að;
  • veita aðgang að hæfni sem ekki hefur náðst, af ýmsum ástæðum, í kerfi grunnmenntunar;
  • öðlast, bæta eða uppfæra þekkingu, kunnáttu eða getu á sérstöku sviði: þetta er framhaldsmenntun.
  Athugasemd: 

  fullorðinsmenntun er nálægt en samt ekki sömu merkingar og framhaldsmenntun.

  Heimild: 
  aðlagað frá Evrópsku starfsmenntastofnuninni 1997, Cedefop 2004.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR
 • færni

  Skilgreiningu: 

  Getan til að skila verkefnum og leysa vandamál.

  Heimild: 
  Cedefop; Framkvæmdastjórn ESB, 2006a.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • færni í upplýsinga- og fjarskiptatækni (UFT)

  Skilgreiningu: 

  Sú færni sem þarf til þess að geta nýtt sér upplýsinga- og fjarskiptatækni (UFT) á skilvirkan hátt.

  Athugasemd: 

  í skýrslu um UFT færni og atvinnumöguleika, leggur OECD til einfalda flokkun:

  • fagleg UFT þekking: geta til að nota háþróaða UFT tækni, og/eða að þróa, gera við og búa til slík tæki;
  • hagnýt UFT þekking: geta til að nota einfalda UFT tækni í almennu vinnuumhverfi (ekki starf í upplýsingatækni);
  • grunnfærni í UFT eða „UFT læsi“: geta til að nota UFT tækni fyrir einföld verkefni og til þess að afla sér frekari þekkingar
  Heimild: 
  Cedefop 2004; Lopez-Bassols.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO