You are here

Hugtök

A | B | E | F | G | H | I | K | L | M | N | Ó | R | S | Ú | V | Þ
 • gagnkvæm viðurkenning menntunar og hæfis

  Skilgreining: 

  Viðurkenning eins eða fleiri landa eða stofnanna á menntun og hæfi ((próf)skírteini eða titlar) sem veitt er í (eða af) einu eða fleiri löndum eða öðrum stofnunum.

  Athugasemd: 

  gagnkvæm viðurkenning getur verið tvíhliða (milli tveggja landa eða stofnanna) eða marghliða (t.d. innan Evrópusambandsins eða milli fyrirtækja sem tilheyra sama geira).

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  EN | DE | TR | SV | SL | SK | PT | NB | IT | IS | HR | FR | ES | EL | LT | RO
 • gagnsæi hæfni

  Skilgreining: 

  Að hvaða leyti hæfni er sýnileg og gagnsæ, með tilliti til innihalds og gildi hennar á vinnumarkaðnum (á ákveðnu sviði, á viðkomandi svæði, í viðkomandi landi eða erlendis) og í menntunar- og þjálfunarkerfum.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  EN | TR | SV | SL | SK | PT | NB | LT | IT | IS | HR | FR | ES | EL | DE | RO
 • geiri

  Skilgreining: 

  Hópur fyrirtækja með sömu efnahagslegu aðalstarfsemi (t.d. efnaiðnaður). eða

  Flokkun þverfaglegrar fagstarfsemi (t.d. markaðsmál) sem fjölbreytileg fyrirtæki eiga sameiginlega.

  Heimild: 
  Cedefop; Framkvæmdastjórn ESB, 2006a.
  EN | SK | TR | SV | SL | PT | NB | LT | IS | HR | FR | ES | EL | DE | IT | RO
 • grunnfærni

  Skilgreining: 

  Sú færni sem þörf er á til að búa í nútímasamfélagi, t.d. að hlusta, tala, lesa, skrifa og reikna.

  Athugasemd: 

  ásamt nýrri grunnfærni myndar grunnfærni lykilgetu.

  Heimild: 
  Cedefop, Bjørnåvold, 2000; Cedefop, Tissot, 2000; Cedefop, 2004.
  EN | SK | TR | SV | SL | PT | NB | LT | IS | HR | DE | FR | ES | EL | IT | RO
 • grunnfærni í upplýsinga- og fjarskiptatækni (UFT)

  Skilgreining: 

  Sú færni sem þörf er á til að nota grundvallaratriði upplýsinga- og fjarskiptatækni á skilvirkan hátt (í grundvallaratriðum við texta-/mynd-/gagnavinnslu, við notkun á interneti og tölvupósti).

  Athugasemd: 

  sumir textahöfundar telja einnig með færni í vélbúnaði (að tengja tæki, setja upp hugbúnað, lagfæra einfaldar bilanir) eða frekari hugbúnaðarfærni (að nota kynningarforrit eða töflureikni, skjalastjórnun, endurheimta gögn, o.s.frv.), enn aðrir telja jafnvel að grunnfærni í UFT séu nú hluti af lykilgetu fólks.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  EN | EL | DE | TR | SV | SL | SK | PT | NB | LT | IT | IS | HR | FR | ES | RO
 • grunnmenntun

  Skilgreining: 

  Grunnmenntun sem fer fram í grunnskóla, yfirleitt áður en haldið er út á vinnumarkaðinn.

  Athugasemd: 
  • suma þjálfun sem fer fram eftir að farið er inn á vinnumarkað má flokka sem grunnþjálfun (t.d. endurþjálfun);
  • grunnmenntun er hægt að framkvæma á öllum stigum grunnmenntunar eða starfsþjálfunar (byggða á fullri skólasókn eða annarri þjálfun) í námsbrautum og í þjálfun einstaka nemanda.
  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  EN | LT | TR | SV | SL | SK | PT | NB | IT | IS | HR | FR | ES | EL | DE | RO