You are here

Orðalisti

A | B | E | F | G | H | I | K | L | M | N | Ó | R | S | Ú | V | Þ
 • handleiðsla

  Skilgreiningu: 

  Leiðsögn og stuðningur sem veitt er ungri mannesku eða nýliða á ýmsan hátt (þ.e. einhverjum sem er að ganga til liðs við nýtt námssamfélag eða stofnun) af reyndari manneskju sem er í hlutverki fyrirmyndar, leiðbeinanda, einkakennara, þjálfara eða trúnaðarmanns.

  Heimild: 
  byggt á Bolton 1980.
  EN | DE | TR | SV | SL | SK | PT | NB | IT | IS | HR | FR | ES | EL | LT | RO
 • hreyfanleiki

  Skilgreiningu: 

  Geta einstaklings til að færa sig til og aðlagast nýju starfsumhverfi.

  Athugasemd: 
  • hreyfanleiki getur verið landfræðilegur eða „hagnýtur“ (tilfærsla í nýja stöðu í fyrirtæki eða í nýtt starf);
  • hreyfanleiki gerir einstaklingum kleift að öðlast nýja færni og þar með auka möguleika sína á að fá atvinnu.
  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  EN | TR | SV | SL | SK | PT | NB | LT | IT | IS | HR | FR | ES | EL | DE | RO
 • hvatamaður náms

  Skilgreiningu: 

  Sérhver sem hvetur til öflunar þekkingar og færni með því að skapa ákjósanlegt námsumhverfi, þ.m.t. sérhver sem gegnir hlutverki kennara, þjálfara, leiðbeinanda eða umsjónarmanns. Hvatamaðurinn hjálpar nemandanum að þróa þekkingu sína og færni með því að gefa leiðbeiningar, ráð og svörun í gegnum námsferlið.

  Heimild: 
  Cedefop 2004.
  EN | FR | TR | SV | SL | SK | PT | NB | LT | IT | IS | HR | ES | EL | DE | RO
 • hæfni

  Skilgreiningu: 

  Geta til að beita útkomu náms á fullnægjandi hátt í skilgreindu samhengi (í menntun, við vinnu, til persónulegs eða faglegs þroska).

  Athugasemd: 

  hæfni er ekki takmörkuð við skilvitlega þætti (sem fela í sér notkun kenninga, hugmynda eða ómeðvitaðrar þekkingar), heldur felur hún einnig í sér hagnýtar hliðar (sem fela í sér tæknilega færni) ásamt sammannlegum eiginleikum (t.d. félagslegri eða kerfislegri færni) og siðfræðigildi.

  Heimild: 
  Cedefop, 2004; European Commission, 2006a.
  EN | EL | DE | TR | SV | SL | SK | PT | NB | LT | IT | IS | HR | FR | ES | RO