You are here

Orðalisti

A | B | E | F | G | H | I | K | L | M | N | Ó | R | S | Ú | V | Þ
 • mannauður

  Skilgreining: 

  Þekking, færni, hæfni og eiginleikar einstaklinga sem auka persónuleg, félagsleg og efnahagsleg lífsgæði.

  Heimild: 
  OECD 2001.
  EN | FR | TR | SV | SL | SK | PT | NB | LT | IT | IS | HR | ES | EL | DE | RO
 • mat á gildi náms

  Skilgreining: 

  Stuðlar að þátttöku í og árangri af (formlegu eða óformlegu) námi til þess að auka vitneskju um eðlislægt gildi náms og til að umbuna fólki fyrir það.

  Heimild: 
  Cedefop, 2001, framkvæmdastjórn ESB, 2001.
  EN | TR | SV | SL | SK | PT | NB | LT | IT | IS | HR | FR | ES | EL | DE | RO
 • mat á útkomu náms

  Skilgreining: 

  Ferlið við að meta þekkingu, verkkunnáttu, færni og/eða getu einstaklings eftir fyrirfram skilgreindum viðmiðum (væntingar um nám, mælingar á útkomu náms). Mati fylgir venjulega viðurkenning og vottun.

  Athugasemd: 

  in the literature, ‘assessment’ generally refers to appraisal of individuals whereas ‘evaluation’ is more frequently used to describe appraisal of education and training methods or providers.

  Heimild: 
  Cedefop 2004.
  EN | EL | DE | TR | SV | SL | SK | PT | NB | LT | IT | IS | HR | FR | ES | RO
 • menntun fyrir fólk með sérþarfir

  Skilgreining: 

  Menntun og stuðningur sem ætlað er að taka á sérþörfum fatlaðra barna eða barna sem ekki ná árangri í almenna skólakerfinu af mörgum öðrum ástæðum sem vitað er að torvelda ákjósanlega framvindu náms.

  Athugasemd: 

  hugtakið „menntun fyrir fólk með sérþarfir“ er nú valið fram yfir hugtakið „sérkennsla“. Eldra hugtakið var aðallega talið vísa til menntunar barna með fötlun sem ætti sér stað í sérstökum skólum eða stofnunun sem aðgreindar voru frá hinu reglubundna skólakerfi. Í mörgum löndum er stórt hlutfall fatlaðra barna nú menntað í hinu almenna skólakerfi.

  Heimild: 
  byggt á Unesco, 1997.
  EN | DE | TR | SV | SL | SK | PT | NB | IT | IS | HR | FR | ES | EL | LT | RO