You are here

Orðalisti

A | B | E | F | G | H | I | K | L | M | N | Ó | R | S | Ú | V | Þ
 • nám

  Skilgreiningu: 

  Ferli þar sem einstaklingur tileinkar sér upplýsingar, hugmyndir og gildi og öðlast á þann hátt þekkingu, verkkunnáttu, færni og/eða hæfni.

  Athugasemd: 
  • nám á sér stað í gegnum persónulega speglun, endurbyggingu og gagnkvæm félagsleg áhrif;
  • nám getur átt sér stað í formlegu, formlausu, eða óformlegu umhverfi.
  Heimild: 
  Cedefop, 2004; Framkvæmdastjórn ESB, 2006a.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • nám byggt á reynslu

  Skilgreiningu: 

  Nám sem fæst með því að endurtaka ákveðið verkefni, með eða án fyrirframleiðbeininga.

  Athugasemd: 

  learning by doing is also referred to as experiential learning.

  Heimild: 
  Cedefop.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • nám eftir skyldunám

  Skilgreiningu: 

  Menntun sem einstaklingur aflar sér eftir skyldunám sem setur lágmarks lagalega mælikvarða og tímalengd á skyldunám.

  Heimild: 
  byggt á Evrópsku starfsmenntastofnuninni, 1997.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • náms- og starfsráðgjöf / upplýsingar, ráðgjöf og leiðbeiningar

  Skilgreiningu: 

  Fjölbreytt starfsemi sem miðar að því að hjálpa einstaklingum að taka ákvarðanir er varða eigið líf, menntun og starfsval og að fylgja ákvörðunum sínum eftir bæði áður og eftir að einstaklingarnir koma inn á vinnumarkaðinn.

  Athugasemd: 

  Náms- og starfsráðgjöf getur falið í sér:

  • ráðgjöf (persónulega eða varðandi starfsval og námsval),
  • mat (sálfræðilegt eða hæfnis- /frammistöðutengt),
  • upplýsingar um nám eða möguleika á vinnumarkaði og starfsval,
  • jafningafræðslu, fræðslu ættingja eða kennara,
  • undirbúning frekara vals (sem ákvarðar hæfni/getu og reynslu fyrir atvinnuleit),
  • tilvísanir (til sérfræðinga í menntun og starfsráðgjöf).

  Náms- og starfsráðgjöf er hægt að veita í skólum, á símenntunarmiðstöðvum, í atvinnumiðlunum, á vinnustað, í samfélaginu eða annars staðar.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • námsbraut

  Skilgreiningu: 

  Samanlögð námsruna sem einstaklingur fylgir til að öðlast þekkingu, færni eða hæfni.

  Athugasemd: 

  námsbraut getur sameinað formlegar eða ekki formlegar námsrunur sem staðfestar leiða til vottunar.

  Heimild: 
  Cedefop, 2008.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • námseiningakerfi

  Skilgreiningu: 

  Verkfæri sem hannað er til að auðvelda söfnun námsútkomu sem aflað er í formlegu, formlausu og/eða óformlegu umhverfi og auðveldar tilfærslu úr einu umhverfi í annað til staðfestingar og viðurkenningar. Hægt er að hanna námseiningakerfi:

  • með því að lýsa menntaverkefni og tengja punkta (einingar) við efnisþætti þess (raðeiningar, námskeið, uppstillingar, ritgerðarvinnu, o.s.frv.) eða
  • með því að lýsa menntun og hæfi með notkun eininga í útkomu náms og tengja námseiningar við hverja einingu.
  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004; framkvædastjórn ESB, 2006c.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • námssamfélag

  Skilgreiningu: 

  Samfélag sem hvetur til námsmenningar með því að þróa skilvirk staðbundin tengsl á milli allra sviða samfélagsins og styður og hvetur einstaklinga og samtök til þeirra að læra.

  Heimild: 
  Cedefop, 2004.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • námsskrá

  Skilgreiningu: 

  Skrá um athafnir sem innleiddar eru til að hanna, skipuleggja og tímasetja menntun eða þjálfun, þar með talin skilgreining á markmiðum náms, innihaldi, aðferðum (að meðtöldu mati) og efni, ásamt fyrirkomulagi þjálfunar kennara og þjálfara á vinnustað.

  Athugasemd: 

  hugtakið námsskrá vísar til hönnunar, skipulagningar og áætlanagerðar um námsathafnir, en hugtakið námsáætlun vísar til innleiðingar þessarra athafna.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop 2004; Landsheere, 1979.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • námsskrá

  Skilgreiningu: 

  Skrá yfir starfsemi, innleiðingu efnis og/eða aðferða til að ná menntamarkmiðum (öðlast þekkingu, færni og/eða hæfni) sem skipulögð er í rökréttri röð yfir ákveðið tímabil.

  Athugasemd: 

  hugtakið námsskrá vísar til innleiðingar námsathafna, en hugtakið aðalnámsskrá vísar til hönnunar, skipulagningar og áætlanagerðar um þessar athafnir.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • námsstofnun

  Skilgreiningu: 

  Stofnun sem stuðlar að námi og þar sem einstaklingar læra og þroskast í gegnum vinnu sína, sjálfum sér til hagsbóta, fyrir aðra og fyrir stofnunina í heild, þar sem árangur vinnu þeirra er auglýstur og viðurkenndur.

  Heimild: 
  Cedefop 2004.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • námssvæði

  Skilgreiningu: 

  Svæði þar sem hagsmunaaðilar vinna saman að því að mæta námsþörfum íbúanna og deila úrræðum til að hugsa upp sameiginlegar lausnir.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • námsyfirfærsla

  Skilgreiningu: 

  Að hve miklu leyti þekking, kunnátta og hæfni geta verið notaðar í nýju starfs- eða menntunarumhverfi og/eða verið staðfestar og vottaðar.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • netstutt nám

  Skilgreiningu: 

  Nám stutt upplýsinga- og fjarskiptatækni (UFT).

  Athugasemd: 
  • netstutt nám er ekki takmarkað við „stafrænt læsi“ (það að öðlast UFT færni). Það getur tekið til margþættra sniða og blandaðra aðferða: notkunar hugbúnaðar, internets, geisladiska; náms á netinu eða með einhverjum öðrum rafrænum- eða gagnvirkum miðli;
  • hægt er að nota netstutt nám sem verkfæri í fjarnámi og til að styðja nám augliti til auglitis.
  Heimild: 
  Cedefop, 2008.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • notkunartengt nám

  Skilgreiningu: 

  Nám sem næst með því að endurtaka notkun ákveðinna verkfæra eða aðstöðu, með eða án leiðbeiningar.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • ný grunnfærni

  Skilgreiningu: 

  Færni t.d. í upplýsinga- og fjarskiptatækni (UFT), erlendum tungumálum, félagsleg-, skipulagsleg- eða samskiptaleg færni, tæknimenning, frumkvöðlastarfsemi.

  Athugasemd: 

  ásamt grunnfærni myndar ný grunnfærni þá hæfni sem þörf er á til að þroskast í þekkingarsamfélagi samtímans.

  Heimild: 
  ESB-ráðið, 2000.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO