You are here

Hugtök

A | B | E | F | G | H | I | K | L | M | N | Ó | R | S | Ú | V | Þ
 • raunfærnimat

  Skilgreining: 

  Greining á þekkingu, færni og hæfni einstaklings, þar með talið hæfileikar hans/hennar og hvöt til að skilgreina feriláætlun og/eða skipuleggja faglega endurstefnumörkun eða þjálfunaráætlun.

  Athugasemd: 

  markmið raunfærnimats er að hjálpa einstaklingnum að:

  • greina bakgrunn ferils
  • meta sjálf/ur stöðuna í vinnuumhverfinu
  • undirbúa sig fyrir staðfestingu á formlausri eða óformlegri útkomu náms
  • skipuleggja starfsferilsbraut.
  Heimild: 
  byggt á Code du travail français, 2003; Cedefop.
  EN | TR | SV | SL | SK | PT | NB | LT | IT | IS | HR | FR | ES | EL | DE | RO
 • réttindamatskerfi

  Skilgreining: 

  Allar athafnir tengdar viðurkenningu útkomu náms og annaðkerfi sem tengir menntun og þjálfun vinnumarkaði og borgaralegu samfélagi. Þessar athafnir fela í sér:

  • skilgreiningu á stefnu um réttindi, skipulag og útfærslu þjálfunar, fyrirkomulag stofnana, fjármögnun, gæðatryggingu
  • mat, staðfestingu og vottun á útkomu náms.
  Athugasemd: 

  a national qualifications system may be composed of several subsystems and may include a national qualifications framework.

  Heimild: 
  byggt á framkvæmdastjórn ESB, 2006a.
  EN | FR | TR | SV | SL | SK | PT | NB | LT | IT | IS | HR | ES | EL | DE | RO
 • réttindarammi

  Skilgreining: 

  Verkfæri fyrir þróun og flokkun menntunar og hæfis (t.d. í landi eða á svæði) í samræmi við sett viðmiða (t.d. með notkun námslýsinga) sem eiga við um tilgreind stig útkomu náms.

  Athugasemd: 

  Hægt er að nota réttindaramma til að:

  • staðfesta landsstaðla um þekkingu, færni og hæfni;
  • stuðla að gæðum menntunar;
  • bjóða upp á kerfi samræmingar og/eða samþættingar réttinda og auðvelda samanburð á réttindum með því að tengja réttindi hvert öðru;
  • stuðla að aðgangi að námi, yfirfærslu útkomu náms og framvindu í námi.
  Heimild: 
  byggt á framkvæmdastjórn ESB, 2006a; OECD 2007.
  EN | DE | TR | SV | SL | SK | PT | NB | IT | IS | HR | FR | ES | EL | LT | RO
 • réttindi

  Skilgreining: 

  Hugtakið réttindi nær yfir mismunandi þætti:

  • formleg réttindi: formleg útkoma ((próf)skírteini eða titill) mats- og staðfestingarferlis sem fæst þegar lögbær aðili ákvarðar að einstaklingur hafi náð útkomu náms samkvæmt gefnum stöðlum og/eða búi yfir nauðsynlegri hæfni til að starfa á tilteknu starfssviði. Réttindi veita opinbera viðurkenningu á gildi útkomu náms á vinnumarkaði og í menntun. Réttindi geta einnig verið lögleg réttindi til að stunda atvinnugrein (OECD)
  • starfsskilyrði: þekking, hæfileikar og færni sem áskilin er til að framkvæma tiltekin verk tengd sérstakri starfsstöðu (ILO).
  Heimild: 
  byggt á Eurydice 2006; Evrópsku starfsmenntastofnuninni 1997; OECD 2007; ILO 1998.
  EN | EL | DE | TR | SV | SL | SK | PT | NB | LT | IT | IS | HR | FR | ES | RO