You are here

Hugtök

A | B | E | F | G | H | I | K | L | M | N | Ó | R | S | Ú | V | Þ
 • sambærileiki menntunar og hæfis

  Skilgreining: 

  Staðfesting, eftir því sem hún er möguleg, á jafngildi náms milli stiga og innihalds ((próf)skírteini eða titlar) á milli atvinnugreina, svæða, landa eða alþjóðleg.a

  Athugasemd: 

  sambærileiki menntunar og hæfis eykur möguleika einstaklinga á að fá vinnu eða flytja milli svæða. Ekki má rugla þessu hugtaki saman við „jafngildi menntunar og hæfis“ (sem vísar til (próf)skírteina sem hafa svipað gildi).

  Heimild: 
  Cedefop, Bjørnåvold, 2000.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • símenntun

  Skilgreining: 

  Allt nám yfir mannsævina, sem leiðir til bættrar þekkingar, verkkunnáttu, færni, hæfni og/eða getu sem tengist persónulegum, félagslegum og/eða faglegum ástæðum.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • skiptaþjálfun

  Skilgreining: 

  Menntun þar sem skiptast á tímabil í skóla eða símenntunarmiðstöð og á vinnustað. Skiptin geta átt sér stað vikulega, mánaðarlega eða árlega. Þátttakendur geta verið samningsbundnir vinnuveitanda og/eða fengið laun, en það fer eftir landi og stöðu.

  Athugasemd: 

  Þýska „tvöfalda kerfið" er dæmi um skiptaþjálfun.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop 2004.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • skipulagning og hönnun námskeiða

  Skilgreining: 

  Röð af skipulögðum athöfnum sem eru í samræmi hver við aðra og eru nýttar við hönnun og skipulagningu nýrrar þjálfunar og þjálfunaráætlunar sem miðast að því að ná ákveðnu markmiði.

  Athugasemd: 

  skipulagning og hönnun námskeið inniheldur greiningu á þjálfunarkröfum og –þörfum, verkefnahönnun, samhæfingu og eftirfylgni með framkvæmd sem og mat á áhrifum þjálfunar.

  Heimild: 
  byggt á Le Préau, 2002.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • skírteini / prófskírteini / titill

  Skilgreining: 

  Opinbert skjal, gefið út af menntastofnun sem skráir frammistöðu einstaklings í kjölfar mats og viðurkenningar eftir fyrirfram skilgreindum staðli.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • skyldunám

  Skilgreining: 

  Lágmarksstaðlar og lengd skólaskyldu samkvæmt lögum.

  Heimild: 
  ILO, 1998.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • stafræn gjá / stafrænt bil

  Skilgreining: 

  Bilið milli þeirra þjóðfélagsþegna sem hafa aðgengi að og nota upplýsinga- og fjarskiptatækni (UFT) á skilvirkan hátt og þeirra sem hafa það ekki.

  Heimild: 
  Cedefop, 2004.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • stafrænt læsi

  Skilgreining: 

  Getan til að nota upplýsinga- og fjarskiptatækni (UFT).

  Athugasemd: 

  digital competence is underpinned by basic skills in ICT: use of computers to retrieve, assess, store, produce, present and exchange information, and to communicate and participate in collaborative networks via the Internet.

  Heimild: 
  byggt á Cedefop, 2004.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • starfshæfni

  Skilgreining: 

  Samblanda þátta sem auðvelda einstaklingum að miða að eða fá atvinnu, halda áfram í vinnu og að taka framförum á starfsferlinum.

  Athugasemd: 

  starfshæfni einstaklinga veltur á:

  • persónulegum eiginleikum (þar á meðal fullnægjandi þekkingu og færni);
  • hvernig þessir persónulegu eiginleikar eru kynntir á vinnumarkaðinum;
  • umhverfi og félagslegu samhengi (þ.e. hvatningu og tækifærum sem bjóðast til að uppfæra og staðfesta þekkingu þeirra og færni); og
  • efnahagslegu samhengi.
  Heimild: 
  byggt á skoskri framkvæmdastjórn 2007; Stofnun um atvinnurannsóknir 2007.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • starfsmenntasjóðir

  Skilgreining: 

  Kerfi frumkvæðis sem hvetur til aðgengis fullorðinna til menntunar - til dæmis þeirra sem ekki hafa notið góðs af opinberri menntun eða þjálfun.

  Athugasemd: 

  starfsmenntasjóðir miða að því að auka þátttöku í faglegri og persónulegri framþróun með því að styðja við bakið á nemandanum, annað hvort fjárhagslega eða með fjármögnun tíma sem nemendur geta notað til að stunda nám við menntastofnun að eigin vali.

  Heimild: 
  Cedefop.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • starfsmenntun

  Skilgreining: 

  Menntun sem miðast við að fólk öðlist þá þekkingu, verkþekkingu, kunnáttu og/eða hæfni, sem krafist er við tiltekin störfum eða í víðara samhengi á vinnumarkaðinum.

  Heimild: 
  aðlagað eftir European Training Foundation, 1997.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • starfsþjálfun

  Skilgreining: 

  Starfþjálfun sem fram fer við venjulegar vinnuaðstæður. Hún getur talist heildarþjálfunin eða verið blandað saman við þjálfun utan starfs.

  Heimild: 
  byggt á Unesco, 1979.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • staðall

  Skilgreining: 

  Væntingar, skylda, krafa eða eitthvað sem venjulega er búist við.

  Athugasemd: 

  Hægt er að gera greinarmun á nokkrum tegundum staðla:

  • menntastaðall vísar til yfirlýstra námsmarkmiða, innihalds námsskrár, inngönguskilyrða sem og þess kerfis sem nauðsynlegt er til þess að námsmarkmið náist;
  • atvinnustaðall vísar til yfirlýstra athafa og verkefna sem tengjast ákveðnu starfi eða til þekkingar, kunnáttu og skilnings sem eru nauðsynleg fyrir það;
  • matsstaðall vísar til krafna um námsárangur sem á að meta; gæða frammistöðu þess einstaklings sem á að meta og aðferðafræðinnar sem notuð er;
  • staðfestingarstaðall vísar til krafna um námsárangur sem á að meta, matsaðferðafræðinnar, sem notuð er og gæða þeirrar frammistöðu sem skal náð;
  • vottunarstaðall vísar til þeirra reglna sem gilda til þess að fá vottorð eða prófskírteini sem og réttindanna sem veitt eru.

  Samkvæmt kerfinu geta þessir staðlar verið skilgreindir hver fyrir sig eða verið hluti af sama skjali.

   

  Heimild: 
  Cedefop; ISO, 1996.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO
 • staðfesting á námsárangri

  Skilgreining: 

  Staðfesting frá til þess bærum aðila um að námsárangur (þekking, kunnátta og/eða hæfni) sem einstaklingur skilar í formlegu eða óformlegu námi hafi verið metinn eftir fyrirfram skilgreindum viðmiðunum og uppfylli kröfur staðfestingarstaðals. Staðfesting leiðir venjulega til vottunar.

  Heimild: 
  Cedefop.
  EN | DE | EL | ES | FR | HR | IS | IT | LT | NB | PT | SK | SL | SV | TR | RO