You are here

Þarf ég að fylla út öll svæðin á ferilskránni?

Nei.

Einbeittu þér að þeim upplýsingum sem eru jákvæðastar fyrir starfsumsókn þína. Ef þú býrð til ferilskrá með aðstoð ritilsins á netinu, sjást óútfullt svæði ekki á lokaútgáfu skjalsins.

1. Einbeittu þér að því mikilvægasta

 • Atvinnurekendur verja minna en einni mínútu í að lesa ferilskrá áður en henni er ýtt til hliðar.
 • Ef sótt er um starf samkvæmt auglýsingu er nauðsynlegt að fylgja þeim fyrirmælum sem fram eru sett nákvæmlega.
 • Vertu stuttorð(ur): tvær A4 síður eru venjulega meira en nóg, hvað sem líður menntun þinni eða reynslu.
 • Ertu með litla starfsreynslu? Lýstu þá fyrst menntun þinni, taktu fram ef þú hefur unnið sjálfboðaliðastörf eða verið í einhvers konar starfsþjálfun á vinnustað.

2. Vertu skýr og gagnorð(ur)

 • Notaðu stuttar setningar. Varastu klisjur. Einbeittu þér að mikilvægustu þáttum menntunar þinnar og starfsreynslu.
 • Nefndu ákveðin dæmi. Dragðu fram það sem þér gekk vel að gera.
 • Uppfærðu ferilskrána eftir því sem þú aflar þér meiri reynslu.

3. Aðlagaðu ferilskrána alltaf að þeirri stöðu sem þú sækir um

 • Dragðu fram styrkleika þína í samræmi við þarfir atvinnurekandans og beindu kastljósinu að hæfni þinni fyrir viðkomandi starf.
 • Útskýrðu hugsanleg hlé á námi eða starfi og gefðu dæmi um þá hæfni sem þú aflaðir þér á þeim tíma og hægt er að yfirfæra.
 • Áður en þú sendir atvinnurekenda ferilskrána, farðu þá yfir að hún sé í samræmi við umbeðna hæfni.
 • Ekki ýkja hæfni þína í ferilskránni. Líklegt er að upp um þig komist í starfsviðtali.

4. Farðu vandlega yfir ferilskrána

 • Komdu færni þinni og hæfni á framfæri á skýran og rökrænan hátt svo að kostir þínir komi skýrt í ljós.
 • Hafðu mikilvægustu upplýsingarnar fyrst.
 • Farðu yfir stafsetningu og greinarmerki.
 • Prentaðu ferilskrána á hvítan pappír.
 • Haltu uppgefinni leturgerð og umbroti.

5. Farðu yfir ferilskrána einu sinni enn eftir að þú hefur fyllt hana út

 • Ekki gleyma að skrifa fylgibréf.
 • Leiðréttu hugsanlegar stafsetningarvillur og gakktu úr skugga um að umbrotið sé ljóst og rökrétt.
 • Biddu einhvern að lesa ferilskrána yfir fyrir þig og ganga úr skugga um að innihaldið sé skýrt og auðskiljanlegt.

Finnurðu ekki það sem þú leitar að?

Svör við 95% spurninga er að finna í leitarvélinni hér að neðan.