You are here

Lagaákvæði - Tungumálastefna

Upplýsingarnar á þessum vef falla undir ábyrgðaryfirlýsingu, höfundarrétt og reglur varðandi vernd persónulegra gagna.

Ábyrgðaryfirlýsing

Cedefop (Miðstöð Evrópusambandsins um þróun starfsmenntunar) heldur úti þessum vef til þess að auðvelda almennan aðgang að upplýsingum um það sem stofnunin fæst við og um stefnu Evrópusambandsins í heild sinni. Markmiðið er að þessar upplýsingar séu ávallt nýjar og áreiðanlegar. Sé okkur bent á mistök munum við reyna að bæta úr þeim.

Þrátt fyrir þetta tekur Cedefop ekki neina ábyrgð á þeim upplýsingum sem birtar eru á vefnum.

Þessar upplýsingar eru:

 • almennar og ekki til þess fallnar að greina sérsakar aðstæður einstaklinga eða hópa;
 • ekki endilega alhliða, altækar, áreiðanlegar eða þær allra nýjustu;
 • stundum tengdar vefjum utan Cedefop sem stofnunum hefur ekki umsjón yfir og tekur enga ábyrgð á;
 • hvorki ráðgjöf varðandi starfsframa eða lögfræðileg ágreiningsefni (varðandi slík ráð skal ávallt leitað til sérfræðinga).

Vinsamlegast athugið að ekki er ábyrgst að skjöl er birtast á vefnum séu nákvæmar eftirgerðir skjala sem samþykkt hafa verið opinberlega. Aðeins lög þau sem birt hafa verið í stjórnartíðinum ESB (the Official Journal of the European Union) eru álitin fullkomnlega áreiðanleg.

Markmið okkar er að vaIda sem minnstri röskun vegan tæknilegra mistaka. Þrátt fyrir þetta getur verið að sumar upplýsingar á vefnum séu í skrám eða með sniði sem ekki eru gallalaus og við getum ekki ábyrgst að ekki verði truflun á þjónustu eða önnur vandræði skapist vegna slíkra galla. Cedefop tekur enga ábyrgð á slíkum vandkvæðum sem upp koma við að nota þennan vef eða vefsíður annarra aðila honum tengdar.

Þessari ábyrgðaryfirlýsingu er ekki ætlað að takmarka ábyrgð Cedefop gagnvart hugsanlegu broti á lögum einhvers aðildarríkjanna né er þeim ætlað að gera stofnuninni kleift að komast hjá ábyrgð sem skilgreind kann að vera utan slíkra laga.

© Evrópusambandið, 2002-2018

Heimilt er að fjölfalda þessi gögn að því tilskildu að heimildar (© Evrópusambandið) og vefslóðar (http://europass.cedefop.europa.eu) sé ávallt getið, nema að slíkt komi fram annars staðar.

NB: Evrópuráðið og Evrópubandalagið eiga sameiginlegan höfundarrétt að Evrópska tungumálapassanum. Afritun fylgir sömu reglum og nefndar eru að ofan, þ.e.s. ávallt skal geta höfundarréttar (© Evrópusambandið og Evrópuráðið) og vefja þessara stofnana (http://europass.cedefop.europa.eu and http://www.coe.int/portfolio).

Ef nauðsynlegt reynist að fá sérstakt leyfi fyrir afritun eða notkun texta eða margmiðlunarnefnis (hljóðs, mynda, hugbúnaðar, o.fl.), fella slík ákvæði burt það almenna leyfi til birtingar sem getið er að ofan. Í slíkum tilfellum er það ávallt tekið skýrt fram.

Vernd persónuupplýsinga

Evrópusambandinu er annt um að persónuupplýsingum notenda sé haldið leyndum.

Stefnan um "vernd einstaklinga fyrir því að persónugögn þeirra séu ekki misnotuð af stofnunum ESB" byggist á reglugerð (EC) númer 45/2001 sem samþykkt var af Evrópuþinginu og framkvæmdastjórn ESB 18. desember 2000.

Sú almenna stefna sem þar kemur fram gildir um allar þær vefsíður ESB sem tengjast svæðinu europa.eu.

Þó unnt sé að skoða flestar þessara síðna án þess að gefa upp neinar persónuupplýsingar, kann í sumum tilfellum að vera farið fram á þær til þess að unnt sé að veita þá vefþjónustu sem farið er fram á.

Þær upplýsingar sem farið er fram á eru meðhöndlaðar í samræmi við ofannefnda reglugerð. Ávallt er á síðunum gerð grein fyrir því til hvers þær eru notaðar.

Hér skal tekið fram:

 • Umsjónarmenn hverrar þjónustu ákveða tilgang og aðferð við söfnun persónuupplýsinga og tryggja að hvort tveggja samræmist stefnunni um leynd þeirra.
 • Hjá hverri stofnun starfar sérstakur eftirlitsmaður með notkun gagna sem gengur úr skugga um að reglunum sé fylgt og gefur öðrum starfsmönnum ráð um hvernig markmið um vernd persónuupplýsinga verði best náð (sjá grein 24 í reglugerðinni).
 • Hjá öllum stofnunum ESB skal eftirlitsmaður með notkun gagna hegða sér eins og óháður eftirlitsaðili (sjá greinar 41 og 45 í reglugerðinni).

Á vefsíðum Evrópusambandsins sem tengjast svæðinu europa.eu er boðið upp á tengla á síður aðilar sem ekki heyra undir sambandið. Neytendum er ráðlagt að kynna sér öryggisstaðla hverrar slíkrar síðu þar eð sambandið hefur ekki umráð yfir þeim.

Hvað er vefþjónusta?

Vefþjónusta á Europass er skilgreind sem þjónusta sem látin er í té á Netinu og er ætlað að auka samskipti þegna og fyrirtækja annars vegar og Evrópustofnanna hins vegar.

Boðið er upp á þrenns konar þjónustu í gegn um Europass:

 1. upplýsingaþjónustu sem veitir þegnum, fjölmiðlum, fyrirtækjum, stjórnendum og öðrum þeim sem taka ákvarðanir auðveldan aðgang að upplýsingum og eykur þar með gagnsæi og skilning á stefnu og starfi ESB;
 2. gagnvirka samskiptaþjónustu sem auðveldar tengsl við borgara, fyrirtæki, félagasamtök og opinbera aðila og leiðir þannig til samráðs og viðbragða og aðstoðar á þann hátt við mótun tillagna um stefnu, aðgerðir og þjónustu ESB;
 3. viðskiptaþjónustu sem veitir aðgang að einföldum viðskiptum við ESB, svo sem vinnumiðlun, skrá viðburða, kaup eða ókeypis not skjala, o.s.frv.

Europass trúnaðaryfirlýsing vegna vefþjónustu

1. Hvaða þjónustu býður Europass vefurinn?

Evrópska ferilskrá (CV) og Tungumálavegabréf er hægt að fylla út rafrænt á vef Europass og fá til baka skrá sem innniheldur gögnin í Europass sniði. Á meðan verið er að fylla út formið geymast gögnin á Europass vefþjóni.

Europass vefþjóninn geymir ekki afrit af ferilskrá, tungumálapassa eða Evrópskum færnipassa servers. Afrit af gögnum í Evrópska hæfnipassanum eru vistuð í 7 daga svo unnt sé að taka af þeim afrit (ef vandamál eru með nettengingu). Þá er þeim eytt án þess að unnt sé að endurheimta þau.

Ef notandinn velur 'vista', þá býr kerfið til skrá (t.d. CV-2559.doc) tímabundið á Europass vefþjóni. Um leið og notandinn hefur sótt skjalið, eða látið senda á það netfang, þá er upphaflega skjalinu, á vefþjóni Europass, eytt.

Öll vinnsla vefþjónustu Europass er samkvæmt reglugerð (EC) 45/2001 frá Evrópuþinginu og frá Evrópuráðinu frá 18. Desember 2000 sem fjallar um persónuvernd einstaklinga varðandi vinnslu persónugagna af aðilum á vegum ESB, og um hindrunarlausan flutning á slíkum gögnum.

2. Hvaða persónuupplýsingum söfnum við, til hvers og með hvaða tækni?

Notendur þurfa ekki að gefa neinar persónuupplýsingar til þess að fá aðgang að Europass vefnum. Notendur mega, ef þeir vilja, slá inn persónu- og aðrar upplýsingar á þær síður sem safna gögnum fyrir ferilskrá og tungumálavegabréf. Að því loknu geta notendur fengið skrá í Europass sniði. Tilgangur með því að slá inn upplýsingar (persónulegar og aðrar) er einungis sá að gera notendum kleift að búa til og sækja (sem skrá eða með tölvupósti) skjöl í sérstöku Europass sniði.

Upplýsingum um t.d. IP-tala (Internet Protocol Address), aldur, kyn, tungumálakunnáttu, vinnuferil, þjóðerni og búsetuland er safnað og þær geymdar vegna tölfræðivinnu, þar sem nafnleysi er tryggt. Slík tölfræðinot eru í samræmi við reglugerð (EC) N° 45/2001 sem samþykkt var af Evrópuþinginu og Evrópuráðinu 18. desember 2000 um vernd einstaklinga hvað varðar meðferð persónuupplýsinga sem framkvæmd er af stofnunum og aðilum Evrópubandalagsins um frjálst flæði slíkra upplýsinga.

Skilaboð sem Europass notendur senda í gegnum kerfið eru meðhöndluð með Fershdesk notendaþjónustunni á skýi. Lesið meira um stefnu Freshdesk um vernd persónuupplýsinga.

3. Hver hefur aðgang að upplýsingum þínum?

Gögnin þín lifa í kerfinu í stuttan tíma án þess að aðrir hafi aðgang að þeim. Þeir einu sem aðgang hafa að Europass vefþjónum eru tæknimenn sem reka og viðhalda stýrikerfið og Europass forritum og þjónustu. Europass tæknimenn eru bundnir af sérstökum trúnaðaryfirlýsingum.

4. Hvernig verndum við þínar upplýsingar?

Gögn sem fara á milli notandans og kerfisins þegar verið er að slá inn í ferilskrá og/eða tungumálavegabréf eru vernduð af SSL (HTTPS) dulkóðun.

Ath:Það er tæknilega erfitt að dulkóða tölvupóstsendingar sem bera ferilskrá og/eða tungumálavegabréf sem viðhengi. Tölvupóstur fer því án dulkóðunar.

Europass vefþjónar eru verndaðir með þeim aðgerðum sem tíðkast, þ.e.a.s. með nýjustu öryggisuppfæslum fyrir stýrikerfi, vírusvörn, eldvegg, reglulegu öryggiseftirliti og skönnun, ICT öryggisstefnu, veikleikagreiningu og aðgerðum til þess að greina innbrot í kerfin.

5. Hvernig má sannreyna, breyta eða eyða persónulegum upplýsingum?

Eins og getið er að ofan eru engar upplýsingar geymdar varanlega á Europass vefþjónum. Notendur mega senda útfylltar Europass ferilskrár og/eða tungumálavegabréf frá tölvum sínum inn á Europass vefþjón, og svo skoða, breyta eð eyða að vild. Þessi ferill er hins vegar líka tímabundinn og lýtur þeim öryggisreglum sem lýstar eru hér að ofan (sjá líka atriði 1).

6. Hvað geymum við gögnin þín lengi?

Eins og getið er að ofan eru engar notandaupplýsingar geymdar varanlega á Europass vefþjónum.

7. Upplýsingar um tengilið

Sem eigandi persónuupplýsinga hefur þú ákveðin réttindi. Ef þú vilt nýta þau, eða ef þú hefur einhaverjar spurningar eða kvartanir, vinsamlegast hafið samband við vefstjórann með því að heimsækja "álit mitt" síðuna sem er að finna á valstiku efst á síðunni.

Pérsónulegum upplýsingum þínum eru einungis safnaðar að því marki sem nauðsynlegt er til þess að svara fyrirspurnum. Ef vefstjórarnir geta ekki svarað spurningum munu þeir áframsenda þær til annars þjónustuaðila. Þú verður látin(n) vita með tölvupósti, hvaða þjónustuaðili hefur fengið fyrirspurn þína til afgreiðslu. Spurningar um afgreiðslu fyrirspurnarinnar og/eða um viðkomandi persónuleg gögn skulu hafðar með í skilaboðunum.

Til þess að þessi vefur gegni sínu hlutverki eins vel og kostur er, setjum við á hann litlar gagnaskrár sem kallaðar eru kökur (cookies) eða smygildi sem hlaðast niður á tölvur notenda. Flestir stórir vefir gera þetta líka.

1. Hvað eru kökur?

Kaka er lítil textaskrá sem vistast af vefnum inn á tölvu eða farsíma þegar viðkomandi vefur er opnaður. Með því geymast upplýsingar um hvað þú hefur gert og hvernig þú vilt helst hafa hlutina (t.d. innskráning, tungumál, leturstærð og annað útlit í nokkurn tíma þannig að þú þarft ekki að færa þessar upplýsingar inn aftur og aftur þegar þú notar viðkomandi vef eða flettir frá einu svæði yfir á annað.

2. Hvernig notum við kökur?

Kökur eru notaðar til að vista eftirfarandi upplýsingar:

 • hvernig þú vilt að vefurinn líti út, t.d. hvaða litir birtast og stærð leturs;
 • hvernig þú vilt að vefurinn líti út, t.d. hvaða litir birtast og stærð leturs;
 • hvernig þú vilt að vefurinn líti út, t.d. hvaða litir birtast og stærð leturs.

Við þetta bætist að við myndbönd sem eru sumstaðar á vefnum er bætt kökum sem skrá tölfræði um hvernig þú fannst þau og hvaða myndbönd þú skoðaðir.

Ekki er algerlega nauðsynlegt að leyfa notkun á kökunum til þess að geta notað vefinn en slíkt gerir notkun hans auðveldari. Þú getur eytt kökum eða lokað fyrir þær, en ef þú getir það, er ekki víst að allir hlutar vefsins virki eins og til er ætlast.

Upplýsingar sem tengjast kökunum eru ekki notaðar til þess að safna persónuupplýsingum um þig og öll grunngögnin eru í okkar umsjá. Kökurnar eru ekki notaðar í neinum öðrum tilgangi en þeim sem lýst er hér að ofan.

3. Notum við aðrar kökur?

Sumar af undirsíðum okkar geta innihaldið aðrar kökur en þær sem lýst er að ofan. Í þeim tilfellum færðu upplýsingar um það með sérstökum tilkynningum. Þá er hugsanlega beðið um leyfi til þess að vista þær kökur.

Við notum Google Analytics, ókeypis greiningartæki sem safnar nafnlausnum gögnum (t.d. um gerð tölvu, gerð og aldur netþjóns, land notenda o.s.frv.) til þess að fylgjast með vefumferð. Lesa meira um friðhelgisstefnu Google.

4. Hvernig stjórna má kökum

Þú getur haft stjórn á/eytt kökum eins og þú óskar – frekari upplýsingar eru hér aboutcookies.org. Hægt er að eyða öllum kökum sem þegar eru komnar inn á tölvuna og stilla vafrann þannig að nýjar komist ekki inn. Ef þetta er gert gæti hins vegar reynst nauðsynlegt að handstilla viðmótið í hvert sinn sem þú ferð inn á hvern vef fyrir sig og sumar aðgerðir gætu misheppnast.

Tungumálastefna

Europass vefgáttin er aðeins til á opinberum tungumálum:

 • Evrópusambandsins (aðildar- umsóknar- og hugsanlegum umsóknarríkjum þess, eftir því sem samningar segja til um) og
 • Fríverslunarsambands Evrópu / Evrópska efnahagssvæðisins (Íslands, Noregs, Liechtenstein, Noregs og Sviss).