You are here

Tölvufærni

 

Sækja skrá

 • Meðferð upplýsinga
  • Lágmarkskunnátta

   Ég get leitað að upplýsingum á netinu með hjálp leitarvélar. Ég veit að upplýsingar á netinu eru ekki allar áreiðanlegar. Ég get vistað eða geymt innihald skráa (t.d. texta, myndir, tónlist, myndbönd, vefsíður) og fundið það aftur þegar ég hef vistað það eða geymt.

  • Sjálfstæður notandi

   Ég get notað mismunandi leitarvélar til að finna upplýsingar. Ég nota síur þegar ég leita (t.d. leita ég aðeins að myndum, myndböndum eða kortum). Ég nota mismunandi heimildir til þess að meta áreiðanleika þeirra upplýsinga sem ég finn. Ég flokka upplýsingarnar á kerfisbundinn hátt með því að setja þær í möppur sem auðveldar leit að þeim. Ég tek afrit af upplýsingum eða skrám sem ég hef vistað.

  • Fær notandi

   Ég get notað mér flókna leitartækni (t.d. með að nota samsett leitarorð) til að finna áreiðanlegar upplýsingar á netinu. Ég get notað vefstrauma (eins og RSS) til þess að fylgjast með því sem ég hef áhuga á. Ég get metið áreiðanleika og trúverðugleika upplýsinga með því að nota mér ýmis verkfæri. Ég fylgist með nýjungum í upplýsingaleit, vistun og því að finna upplýsingar. Ég get vistað upplýsingar sem ég finn á netinu með mismunandi sniði. Ég get notað þjónustu aðila sem vista upplýsingar á skýjum.

 • Að búa til efni
  • Lágmarkskunnátta

   Ég get búið til einfalt stafrænt efni (t.d. skrifað texta, búið til töflur, tekið myndir eða búið til hljóðskrár) a.m.k. með einu sniði og með notkun stafrænnar tækni. Ég get gert einfaldar breytingar á efni sem aðrir hafa búið til. Ég geri mér grein fyrir því að efni kann að vera höfundarréttarvarið. Ég get notað og breytt einföldum aðgerðum og uppsetningu þess hugbúnaðar sem ég nota (t.d. breytt sjálfgefnum stillingum). 

  • Sjálfstæður notandi

   Ég get búið til flókið stafrænt efni með mismunandi sniði (t.d. texta, töflur og hljóðskrár). Ég get notað verkfæri/ritla við að búa til vefsíður eða blogg sem byggist á sniðmáli (t.d. WordPress). Ég get gert einfaldar breytingar á sniði skjala sem aðrir hafa búið til (t.d. sett inn neðanmálsgreinar, gröf eða töflur). Ég kann að geta heimilda og endurnota höfundavarið efni. Ég kann grunnatriði í a.m.k. einu forritunarmáli.

  • Fær notandi

   Ég get búið til og breytt flóknu efni, margmiðlunarefni með mörgu sniði, notað margskonar starfræna samskiptamiðla, verkfæri og umhverfi. Ég get búið til vefsíðu með því að nota forritunarmál. Ég get notað flóknar aðferðir við ritstýringu efnis (t.d. bréfblöndun, blöndun skala með ólíku sniði, notkun flókinna formúla eða fjölvaskipana). Ég kann að nota leyfis- og höfundarvarið efni. Ég get notað nokkur forritunarmál. Ég kann að hanna, búa til og breyta gagnagrunnum með tölvutækni.

 • Samskipti
  • Lágmarkskunnátta

   Ég get haft samskipti við aðra með notkun farsíma, forrita sem byggjast á munnlegum samskiptum (t.d. Skype), tölvupóst eða spjallforrit - þar sem ég nota einföldustu þættina (t.d. raddskilaboð, SMS, sendingu og móttöku tölvupósts eða skipti á textaskrám). Ég get deilt skrám með notkun einfaldra verkfæra. Ég get notað mér stafræna tækni til samskipta við þjónustustofnanir (svo sem stjórnvöld, banka og sjúkrahús). Ég þekki til samskiptasíðna og annarra tækja til samvinnu á netinu. Ég geri mér fyrir því að við notkun stafænna verkfæra gildi vissar reglur (t.d. þegar athugasemdir eru gerðar eða skipst er á persónulegum upplýsingum). 

  • Sjálfstæður notandi

   Ég get notað flókinn hluta samskiptatækni (t.d. raddræn samskipti á netinu og skráadeilingu). Ég get notað samskiptatækni og t.d. bætt við skjöl eða skrár sem einhver annar hefur búið til. Ég get notað suma þjónustu á netinu (t.d. opinbera þjónustu, netbanka eða innkaup á netinu). Ég get komið þekkingu á framfæri eða deilt henni með öðrum á netinu (t.d. með notkun samskiptamiðla eða netsamfélaga). Ég þekki samskiptareglur á netinu („netsiðareglur“).

  • Fær notandi

   Ég notað fjölda samskiptatækja (tölvupóst, spjallforrit, SMS, hraðskilaboð, blogg, smáblogg eða samskiptavefi) við netsamskipti. Ég get búið til og séð um efni með notkun samskiptatækni (t.d. rafræns dagatals, forrita til verkefnisstjórnar, prófarkalestur á netinu og rafrænna töflureikna). Ég tek virkan þátt á samskiptasvæðum á netinu og get notað mér rafræna þjónustu (t.d. opinbera þjónustu, netbanka og netverslun). Ég get notað flókin samskiptatæki (t.d. myndfundi og deilingu gagna eða verkfæra).

 • Lausn vandamála
  • Lágmarkskunnátta

   Ég get fundið stuðning og aðstoð þegar tæknivandamál koma upp eða þegar ég er að nota ný tæki, forrit eða hugbúnað. Ég kann að leysa venjuleg vandamál (t.d. loka forriti, endurræsa tölvu, hlaða inn á ný/uppfæra forrit, athuga nettengingu). Ég veit að tölvutæknin getur hjálpað mér að leysa vandamál. Ég geri mér líka grein fyrir að sú tækni hefur sínar takmarkanir. Þegar ég stend frammi fyrir tæknilegu eða ekki-tæknilegu vandamáli, get ég notað tölvutækni sem ég þekki til að leysa það. Ég skil að ég þarf að endurnýja tölvufærni mína reglulega.

  • Sjálfstæður notandi

   Ég get leyst flest vandamál sem starfa af notkun stafrænnar tækni. Ég get notað stafræna tækni til þess að leysa (ekki tæknileg) vandamál. Ég vel það starfræna verkfæri sem hentar mér best og met hversu vel það þjónar mér.Ég get leyst tæknileg vandamál með því að skoða stillingar og valmöguleika forrita og verkfæra. Ég held tölvufærni minni reglulega við. Ég geri mér grein fyrir takmörkum mínum og reyni að fylla inn í eyðurnar.

  • Fær notandi

   Ég get leyst nærri því öll þau vandamál sem upp koma þegar ég nota stafræna tækni. Ég get valið rétt verkfæri, búnað, forrit, hugbúnað eða þá þjónustu sem býðst til þess að leysa vandamál sem ekki eru tæknileg. Ég fylgist með þróun nýrrar tækni. Ég skil hvernig ný verkfæri virka. Ég held stafrænni þekkingu minni reglulega við.

 • Öryggismál
  • Lágmarkskunnátta

   Ég get notað einfaldar aðferðir við að verja gögn mín (t.d. með því að nota vírusvörn og lykilorð). Ég veit að ekki eru allar upplýsingar á netinu áreiðanlegar. Ég veit að hægt er að stela aðgangsorðum mínum (notendanöfnum og lykilorðum). Ég veit að ég ætti aldrei að veita persónulegar upplýsingar á netinu. Ég veit að of mikil notkun stafrænnar tækni getur verið hættuleg heilsunni. Ég beiti einföldum aðferðum við að spara orku. 

  • Sjálfstæður notandi

   Ég hef hlaðið inn öryggisforriti á tölvuna mína/tölvurnar mínar sem ég nota þegar ég fer á netið (t.d. vírusvörn eða eldvegg). Ég keyri þessi forrit reglulega og uppfæri þau. Ég nota mismunandi lykilorð til þess að komast inn á búnað, tæki og stafræna þjónustu og breyti þeim með jöfnu millibili. Ég þekki vefsíður og tölvupóst sem gæti verið svindl. Ég get bent á tölvupóst þar sem sendandi siglir undir fölsku flaggi. Ég get formað rafrænan aðgang og haldið utan um stafrænt fótspor mitt. Ég skil þá heilsufarsáhættu sem getur fylgt of mikilli notkun stafrænnar tækni (t.d. slæm vinnustaða eða hætta á vanabindingu). Ég skil jákvæð og neikvæð áhrif tækni á umhverfið.

  • Fær notandi

   Ég fer reglulega yfir uppsetningu öryggisforrita og kerfa á tölvunni minni og/eða þeim hugbúnaði sem ég nota. Ég veit hvernig ég á að bregðast við ef tölvan mín hefur fengið vírus. Ég get breytt eða aðlagað eldvegg og öryggisstaðla á stafrænu tækjunum mínum. Ég kann að dulkóða tölvupóst eða skrár. Ég get notað síur til þess að forðast ruslpóst. Ég nota upplýsinga- og samskiptatækni í hófi til þess að koma í veg fyrir heilsutjón (líkamlegt eða andlegt). Mér er vel kunnugt um áhrif stafrænnar tækni á daglegt líf, innkaup á netinu og umhverfið.