Hvernig lýsi ég stafrænni færni minni?

Í Europass-prófílnum geturðu tekið saman og flokkað stafræna færni sem þú hefur tileinkað þér. Þú getur búið til lista yfir alla stafræna færni þína, þ.m.t. verkfæri og hugbúnað sem þú kannt að nota og einnig verkefni eða árangur sem þú ert stolt(ur) af. Þú getur lýst verkfærunum sem þú notar í vinnunni eða við námið, og sömuleiðis tólum sem þú notar í frístundum (t.d. samfélagsmiðlar, blogg, leikir). Þú getur skipt færni upp í ólíka flokka, t.d. búið til flokk með stafrænum tólum sem þú notar við hönnun eða fyrir stafræna færni sem þú notar í starfi þínu eða jafnvel gert lista yfir stafræna færni sem þig langar til að tileinka þér.